Ferill 722. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1235  —  722. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um fé til rannsókna á nýjum orkugjöfum.

Frá Kristjáni Pálssyni.



     1.      Hve miklu fé hefur verið varið síðustu þrjú ár af hálfu ráðherra til rannsókna á nýjum orkugjöfum fyrir ökutæki, svo sem raforku, vetni, metani, lífdísli, etanóli og metanóli?
     2.      Hvað ræður úthlutun fjár til slíkra rannsóknarverkefna?
     3.      Hvaða verkefni eru í undirbúningi í samvinnu við aðila eins og NýOrku ehf., VistOrku og fleiri?
     4.      Hve mikið fé hefur NýOrka ehf. fengið frá ráðuneytinu og til hvaða verkefna?


Skriflegt svar óskast.