Ferill 730. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1277  —  730. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um skipan nefndar til að kanna reynslu af einkavæðingu og einkaframkvæmd.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd, sem í verði m.a. fulltrúar allra þingflokka, til að kanna reynslu af einkavæðingu og einkaframkvæmd. Nefndin líti sérstaklega til þeirra ríkja þar sem einkavæðingu og einkaframkvæmd hefur verið beitt í ríkum mæli.

Greinargerð.


    Tillaga sambærilegs efnis var samþykkt á Alþingi 9. maí 2000. Hún var upphaflega flutt af Ögmundi Jónassyni o.fl. (8. mál á 125. löggjafarþingi) og var vísað til efnahags- og viðskiptanefndar. Nefndin flutti breytingartillögu við tillögugreinina en þar sem ónákvæmni þótti gæta í þingsályktuninni, eins og hún var samþykkt, hefur nefndin ákveðið að flytja tillöguna á nýjan leik með skýrara orðalagi.
    Að öðru leyti vísast til greinargerðar, nefndarálits svo og umræðna um tillöguna á 125. löggjafarþingi 1999–2000.