Ferill 54. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1329  —  54. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um undirbúningsvinnu fyrir virkjun Hvalár í Ófeigsfirði.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá Landsvirkjun, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og Orkubúi Vestfjarða.
    Tillagan miðar að því að iðnaðarráðherra verði falið að gera nauðsynlegar forathuganir til að hægt verði að meta hagkvæmni mögulegrar virkjunar Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum, en virkjun árinnar er einn af ónýttum möguleikum Íslendinga til orkuöflunar.
    Nefndin bendir á að ávallt er nauðsynlegt að kanna nýja möguleika á orkuöflun í öllum landshlutum til að tryggja orkuöflun fyrir landsmenn til frambúðar.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Bryndís Hlöðversdóttir og Kjartan Ólafsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.


Alþingi, 17. apríl 2002.


Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Ásta Möller.


Pétur H. Blöndal.



Svanfríður Jónasdóttir.


Helga Guðrún Jónasdóttir.


Árni Steinar Jóhannsson.



Ísólfur Gylfi Pálmason.