Ferill 343. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1330  —  343. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um mörkun stefnu um vistvænt eldsneyti á Íslandi.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá Íslenskri nýorku ehf., raunvísindadeild Háskóla Íslands, Olíufélaginu hf., verkfræðideild Háskóla Íslands, Neytendasamtökunum, Sorpu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu.
    Tillagan miðar að því að iðnaðarráðherra verði falið að skipa nefnd sem móti stefnu um vistvænt eldsneyti hér á landi.
    Nefndin bendir á að mikilvægt er að kanna framtíðarskipulag eldsneytismála til hlítar, einkum með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum og því að mikið hefur gengið á þær orkuauðlindir sem sjá heiminum fyrir hefðbundnu eldsneyti.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svohljóðandi

BREYTINGU:


    Í stað orðanna „Alþingi felur iðnaðarráðherra“ í tillögugrein komi: Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra.

    Bryndís Hlöðversdóttir og Kjartan Ólafsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 17. apríl 2002.



Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Ásta Möller.


Pétur H. Blöndal.



Svanfríður Jónasdóttir.


Helga Guðrún Jónasdóttir.


Árni Steinar Jóhannsson.



Ísólfur Gylfi Pálmason.