Ferill 716. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1346  —  716. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 62/1997, um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga, með síðari breytingum.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðjón Axel Guðjónsson frá iðnaðarráðuneyti og Ragnar Guðmundsson og Tómas R. Sigurðsson frá Norðuráli hf.
    Frumvarpinu er ætlað að veita Norðuráli hf. heimild til að taka þátt í öðrum félögum hér á landi og fjárfesta í öðrum atvinnurekstri en áliðnaði. Þannig skapast möguleiki á að ráðstafa hagnaði úr rekstri Norðuráls hf. í íslensku atvinnulífi í stað þess að hann renni allur úr landi.
    Nefndin vekur athygli á því að Norðurál hf. mun ekki njóta skattalegrar fyrirgreiðslu varðandi þátttöku sína í öðrum atvinnurekstri og mun því þurfa að greiða skatta af hlutdeild sinni í þeim rekstri samkvæmt almennum reglum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Árni Steinar Jóhannsson skrifar undir álit þetta með fyrirvara.
    Ísólfur Gylfi Pálmason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 22. apríl 2002.



Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Guðjón Guðmundsson.


Bryndís Hlöðversdóttir.



Pétur H. Blöndal.


Svanfríður Jónasdóttir.


Helga Guðrún Jónasdóttir.



Árni Steinar Jóhannsson,


með fyrirvara.


Kjartan Ólafsson.












Prentað upp.