Ferill 635. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1367  —  635. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um hjúkrunarheimili aldraðra.

     1.      Hve há daggjöld eru greidd til hjúkrunarheimila aldraðra? Óskað er upplýsinga um daggjöld árin 2000, 2001 og 2002, sundurliðað eftir stofnunum. Ef daggjöldin eru mismunandi, hver er skýringin á því? Við hvaða stofnanir hafa verið gerðir þjónustusamningar?
    Á dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða er heimilisfólk sem dvelur í hjúkrunarrýmum eða dvalarrýmum. Sum heimili eru eingöngu hjúkrunarheimili, önnur eru hjúkrunar- og dvalarheimili og enn önnur hafa einnig dagvist fyrir aldraða.
     Dvalarheimili eru vistarverur sem eru sérhannaðar fyrir þarfir aldraðra sem ekki eru færir um að annast heimilishald þrátt fyrir heimaþjónustu.
     Hjúkrunarheimili eða hjúkrunarrými á öldrunarstofnunum eru ætluð öldruðum einstaklingum sem eru of lasburða til að dveljast á dvalarheimilum eða sambýlum.
     Dagvist aldraðra er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagvist aldraðra skal boðið upp á hjúkrunarþjónustu og vera aðstaða til þjálfunar og læknisþjónustu. Í dagvist á m.a. að vera boðið upp á mat á heilsufari, þjálfun, tómstundaiðju, félagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs.

Daggjöld greidd til hjúkrunarheimila aldraðra.
    Hjúkrunarheimili eru ýmist á föstum fjárlögum eða fá greitt samkvæmt daggjaldataxta. Daggjaldataxti fyrir daggjaldastofnanir fyrir árin 2000, 2001 og 2002 eru eftirfarandi:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Daggjaldataxti er ákveðinn í upphafi árs og breytist ekki á árinu. Í viðbót við framan greindan taxta fá hjúkrunarheimili launabætur ef kjarasamningar hækka á árinu og ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkri hækkun í fjárlögum. Í sumum tilvikum bætast einnig við fjárveitingar á fjáraukalögum og millifærslur af öðrum liðum.
    Daggjald hjúkrunarheimilisins Sóltúns breytist á árinu í samræmi við samning um að leggja til og reka hjúkrunarheimilið að Sóltúni 2, Reykjavík. Daggjald Sóltúns er tvískipt og er annar hluti ætlaður til reksturs og hinn hluti daggjalds ætlaður til að endurgreiða byggingarkostnað heimilisins. Í því sambandi má benda á að samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu er það hlutverk ríkissjóðs og sveitarfélaga að byggja hjúkrunarheimili. Daggjald Sóltúns eins og það er í dag er 2.822 kr. á hjúkrunarrými vegna byggingarkostnaðar og 14.343 kr. vegna reksturs hjúkrunarheimilisins. Hins vegar ber að minna á að launakostnaður við umönnun er hluti af rekstrardaggjaldi og breytist heildar launakostnaður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða samkvæmt mælingum kjararannsóknanefndar opinberra starfsmanna og launakostnaður ófaglærðra samkvæmt mælingum Landspítala háskólasjúkrahúss. Opinberar tölur frá kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna berast mjög seint og vantar því launahækkanir hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem orðið hafa eftir júní 2001 inn í framangreinda taxta. Ljóst er að daggjald Sóltúns á eftir að hækka frá því sem að framan greinir. Launatölur ófaglærðra vega mun minna og var þeim breytt samkvæmt launavísitölu þar sem launamælingar frá Landspítala háskólasjúkrahúss liggja ekki fyrir í ráðuneytinu.
    Daggjöld Fellsenda og Ás Ásbyrgi geðdeild eru lægri en daggjöld annarra hjúkrunarheimila. Ástæðan er sú að rekstrar- og umönnunarkostnaður geðdeildar er lægri en rekstrar- og umönnunarkostnaður venjulegs hjúkrunarrýmis.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Vegna kjarasamninga á árinu 2001 voru talsverðar launahækkanir innan ársins og nokkuð um fjárveitingar á fjáraukalögum. Ef launabætur, fjárframlög á fjáraukalögum og millifærslur af öðrum fjárlagaliðum eru teknar með þá verður framangreindur daggjaldataxti eftirfarandi fyrir árin 2002 og 2001. Engar breytingar hafa orðið á fjárheimildum fyrir árið 2002 það sem af er ári.


Mismunandi daggjöld.
    Heilsufar vistmanna er misjafnt milli hjúkrunarheimila. Þeim mun veikari sem vistmenn eru því meiri umönnun þurfa þeir. Heilsufar vistmanna er mælt af hjúkrunarfræðingum samkvæmt svo kölluðu RAI-matskerfi. Samanlögð mæling vistmanna á hjúkrunarheimili gefur ákveðið meðaltal sem verður RAI-mat heimilisins. Þeim mun hærra sem RAI matið er þeim mun veikari og þeim mun meiri umönnun þurfa þeir. Við ákvörðun á daggjaldataxta hefur verið tekið tillit til RAI-mats. Á árinu 2000 var hjúkrunarheimilum raðað í daggjaldsflokka samkvæmt RAI-mati. Á árinu 2001 var RAI mat 10% hluti af daggjaldataxta og heimiluð fjárveiting 90% af daggjaldi. Á árinu 2002 vóg RAI stuðullinn 50% af daggjaldataxta og fjárveiting 50%. Á árinu 2003 eru áætlanir um að RAI mat vegi 70% af daggjaldataxta og fjárveiting 30%. Rétt er að benda á að í samningi um rekstur Sóltúns var gert ráð fyrir að þeir einstaklingar sem þar vistast hafi hátt RAI mat og þarfnist mikilla hjúkrunar. Sóltún er því nokkurs konar millistig milli sjúkrahúss og hefðbundinna hjúkrunarheimila.
    Eins og fram kom hér að framan þá er hluti hjúkrunarheimila á föstum fjárlögum og fá ekki greitt samkvæmt daggjöldum. Ef fjárveitingu þeirra á árinu er deilt niður á hjúkrunarrými og miðað við 99% nýtingu þá væru fjárveitingar þeirra á hjúkrunarrými eins og hér segir:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Innifalið í daggjaldi Reynslusveitarfélags Hornafjarðar eru 4 sjúkrarými fyrir bráðasjúklinga.

Þjónustusamningar.
    Þjónustusamningur hefur verið gerður við Hjúkrunarheimilið Lund, Hellu, Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð, Eskifirði, Hjúkrunarheimilið Hornbrekku, Ólafsfirði og Hjúkrunarheimilið Naust, Þórshöfn.

     2.      Hvernig eru daggjöldin reiknuð? Hvað er innifalið í þeim hjá hverri stofnun og hver var niðurstaða rekstrarreiknings hverrar þessara stofnana í árslok 2000 og 2001?

Útreikningur daggjalda.
    Rekstrarupplýsingum er safnað saman frá dvalar- og hjúkrunarheimilum. Hér er um að ræða ársreikninga og upplýsingar þar sem rekstur er sundurliðaðar eftir hjúkrunarrýmum, dvalarrýmum og dagvistarrýmum. Upplýsingarnar eru skráðar í gagnagrunn og síðan notaðar til að reikna meðalkostnaðarverð á hjúkrunarheimili sem hefur RAI = 1. Verið er að innleiða RAI mats kerfið skref fyrir skref við útreikning á daggjaldataxta. Eins og fram kemur hér að framan var RAI matið notað að 50% hluta við útreikning á daggjaldi fyrir árið 2002 og verður væntanlega 70% á næsta ári.
    Við fjárlagagerð er stuðst við raunverulegan rekstrarkostnað hjúkrunarheimila og tekið mið af samþykktum fjárlagaramma.
    Verið er að breyta útreikningi á daggjaldi frá því að reikna daggjald út frá rekstrarkostnaði hvers heimilis í það að reikna meðaldaggjald út frá meðalkostnaði allra hjúkrunarheimila. Útreikningur á daggjaldi fyrir árið 2002 miðaðist að hálfu við meðal rekstrarkostnað hjúkrunarheimilis og að hálfu við fjárveitingu sem viðkomandi hjúkrunarheimili hefur fengið á fjárlögum. Hér er um að ræða raunverulegan rekstur meðal hjúkrunarrýmis og fjárveitingu á hjúkrunarrými viðkomandi heimilis. Meðal rekstur hjúkrunarheimilis með RAI=1 er skipt í grófum dráttum í sértekjur, launakostnað starfsmanna sem sinna umönnun, launakostnað annarra starfsmanna og annan rekstrarkostnað. Sértekjur, annar launakostnaður og annar rekstrarkostnaður breytist ekki og er sá sami fyrir öll hjúkrunarheimili. Launakostnaður við umönnun breytist hins vegar í samræmi við RAI mat heimilisins. Fjárveiting heimilis er á hinn bóginn deilt niður á heimiluð hjúkrunarrými og niður á 365 daga ársins og margfölduð með milljón, sbr. (153,6 m.kr. /(39rými*365dagar))*1.000.000 = 10.790 kr.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Daggjald er meðaltal af rekstri hjúkrunarrýmis og fjárveitingu hjúkrunarrýmis. Rauntölur sem notaðar voru við ákvörðun á daggjaldi ársins 2002 eru frá árinu 2000 og framreiknaðar til ársins 2002 samkvæmt vísitölum. Ástæðan fyrir þessu er sú að fjárlagavinnan er unnin á árinu á undan gjaldaári og rekstrartölur berast árið á eftir gjaldaári.

Hvað er innifalið í daggjöldum hjá hverri stofnun?
    Allur venjulegur rekstrarkostnaður er innifalinn í daggjöldum. Hins vegar hefur ekki í daggjöldum verið tekið tillit til meiri háttar viðhalds, húsaleigu, lífeyrisskuldbindinga, afskriftar á húsnæði og vaxta af langtíma skuldum vegna byggingarkostnaðar.

Niðurstaða rekstrarreiknings.
    Niðurstaða rekstrarreikninga var sem hér segir. Tölur eru í þús. kr. Rekstrarupplýsingar frá hjúkrunarheimili hafa ekki borist þar sem tölur vantar. Undantekning er Barmahlíð en þar greiddu sveitarfélög hallann á árinu 2001.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Afkoma hjúkrunardeilda hjá fastafjárlaga- og daggjaldastofnunum fyrir árin 2000 og 2001. Tölur eru í þús. kr.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Í rekstrarafkomu hjá Hrafnistu í Reykjavík og Holtsbúð í Garðabæ hefur verið tekið tillit til fjárveitingar á fjáraukalögum sem heimilin fengu á árinu 2000 og 2001. Afskriftir á húsnæði er innifalin í tölum frá Hrafnistu í Reykjavík og Hrafnistu í Hafnarfirði.


     3.      Þurfa einhver hjúkrunarheimili aldraðra að greiða af almennum rekstrargjöldum einhverja útgjaldaliði sem önnur fá bætt í daggjöldum eða samkvæmt þjónustusamningi? Ef svo er, hver er skýringin á því?


3.1 Þurfa einhver hjúkrunarheimili aldraðra að greiða .... einhverja útgjaldaliði sem önnur fá bætt í daggjöldum eða samkvæmt þjónustusamningi?
    Meginreglan er sú að daggjöld eiga að duga fyrir almennum rekstrargjöldum. Hins vegar eru ákveðin rekstrargjöld sem ekki eru almennt innifalin í daggjaldi eins og meiri háttar viðhald, húsaleiga, lífeyrisskuldbindingar og vextir af langtíma skuldum vegna byggingarkostnaðar, sbr. svar við spurningu 2,2.
    Hjúkrunarheimilið Sóltún er undanskilið og fær greitt daggjald til að byggja og reka hjúkr unarh eimil ið og er hlutur byggi ngarkostnaðar og vaxta sérgreindur í daggjaldi samkvæmt tilboði. Byggingarkostnaður og vextir eru ekki innifaldir í daggjaldi annarra hjúkrunarheimila. Hér er í raun um ákveðna fjármögnunaraðferð að ræða þar sem eigendur Sóltúns fjármagna byggingarkostnað og vexti og fá byggingarkostnað endurgreiddan á 25 árum í daggjaldi sem ríkissjóður greiðir. Í því sambandi ber að geta að Sóltún getur hvorki sótt um styrk til viðhalds- og stofnframkvæmda úr Framkvæmdasjóði aldraðra né af fjárlagaliðunum “08-381 Sjúkrahús og læknisbúsaði”. Aðra fjármögnunaraðferð er að finna í 24. og 34. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu þar sem hjúkrunarheimili er skilgreint sem sjúkrahús. Ef byggt er samkvæmt þessum lagagreinum þá greiðir ríkissjóður 85% stofnkostnaðar við byggingu og búnað og sveitarfélög 15%. Í þessu tilviki fjármagnar ríkissjóður og greiðir byggingarkostnað á mun skemmri tíma en að framan greinir. Þriðja fjármögnunarleiðin er sú að Framkvæmdasjóður aldraða leggi fram 40% byggingarkostnaðar, sveitarfélög 15% og aðrir aðilar 45% byggingarkostnaðar. Einnig má minna á að varðandi aðra þætti í rekstri húsnæðis þá er nefnd að störfum sem er að skoða þátt húsnæðis í daggjöldum fyrir önnur hjúkrunarheimili og á hún að skila áliti eigi síðar en í júní 2002.
    Þá eru í samningi við hjúkrunarheimilið Sóltún ákvæði um að fari lyfjakostnaður vistmanns umfram ákveðin mörk þá fái heimilið það bætt. Í heilbrigðisráðuneytinu er unnið að því að önnur heimili fái einnig endurgreiðslu vegna hás lyfjakostnaðar. Auk þess fær Sóltún endurgreidd dýr og persónubundin hjálpartæki og er þá átt við: a) Spelkur og gervilimi. b) Stomahjálpartæki. c) Sérhæfð hjálpartæki fyrir einstakling sem ólíklegt er að komi síðar að notkun á heimilinu fyrir aðra sjúklinga. Önnur stærri hjúkrunarheimili fá ekki slíkar leiðréttingar. Hins vegar er á fjárlagalið “08-495-197 Sjóður til aðstoðar smærri daggjaldastofnunum”. Sjóðurinn er notaður til að styrkja smærri dvalar- og hjúkrunarheimili til að mæta kostnaði við kaup á persónubundnum hjálpartækjum og til að mæta verulegum lyfjakostnaði vistmanns og öðrum tilvikum sem setja fjárhag heimilis verulega úr skorðum.
    Í þjónustusamningum við hjúkrunarheimilin Lund, Hulduhlíð, Hornbrekku, Naust og í samningi um Sóltún eru ákvæði um að hjúkrunarheimilin fá ákveðið hlutfall af daggjaldi greitt um ákveðinn tíma þegar vistmaður fer á sjúkrahús, flytur fyrir fullt og allt af heimilinu eða andast. Unnið er að því í heilbrigðis- og tryggingarráðuneytinu að taka upp í ár sambærilegar reglur fyrir önnur hjúkrunarheimili. Þótt önnur hjúkrunarheimili hafi ekki haft þessa heimild þá hafa mörg þeirra getað notað ónýtt bráða- eða dvalarrými til að taka inn nýjan vistmann um leið og vistmaður yfirgefur heimilið alfarið eða andast.


     4.      Eru launakjör starfsfólks á þessum stofnunum sambærileg og hver er hlutur launa af heildarrekstrarkostnaði hverrar stofnunar?
     5.      Hver er skilgreind hjúkrunarþyngd á þeim stofnunum sem hér um ræðir?

Launakjör starfsfólks.
    Hjúkrunarheimili semja sjálf um launakjör starfsmanna sinna. Heilbrigðis- og trygginga-málaráðuneytið hefur ekki upplýsingar um launakjör einstakra starfsmanna hjá stofnunum og getur ekki svarað hvort launakjör séu sambærileg milli stofnana.

Hlutur launa í heildarrekstrarkostnaði og skilgreind hjúkrunarþyngd.
    Hlutur launa í heildarkostnaði er samkvæmt eftirfarandi töflu. Hér er um hlutfall heildarlauna að ræða í heildar rekstrarkostnaði. Þar sem rekstrartölur vantar í eftirfarandi yfirliti þar hafa rekstrarupplýsingar fyrir árið 2001 ekki borist frá viðkomandi hjúkrunarheimili.
    Svo kallað RAI mat er skilgreind hjúkrunarþyngd fyrir viðkomandi hjúkrunarheimili. RAI mat fyrir árið 2000 er byggt á tímamælingum frá árinu 1994, en RAI mat frá árinu 2001 byggir á tímamælingum frá árinu 2001. Seinni tímamælingin byggir á mun stærra úrtaki en mælingin frá árinu 1994 og er áreiðanlegri.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     6.      Hve margir aldraðir eru á biðlista eftir vist á hjúkrunarheimilum, sundurliðað eftir kjördæmum?
    Í janúar 2002 voru 489 manns á vistunarskrá eftir hjúkrunarrýmum, sbr. eftirfarandi yfirlit:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.