Ferill 701. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1369  —  701. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um starfsemi Fjárfestingarstofu – orkusviðs.

     1.      Hver eru helstu verkefni Fjárfestingarstofu – orkusviðs? Að hve miklu leyti tók stofan við hlutverki markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar þegar sú skrifstofa var lögð niður og hvaða ný verkefni komu til sögunnar?
    Iðnaðarráðuneytið aflaði upplýsinga hjá Fjárfestingastofu – orkusviði vegna fyrirspurnarinnar.
    Samkvæmt stofnskjali um markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar, MIL, frá 29. maí 1988 er tilgangur skrifstofunnar eftirfarandi:
          Að safna upplýsingum um allt sem varðar markaðsmöguleika á orku fyrir utan almennan markað Landsvirkjunar og að fylgjast með þróun iðngreina sem til greina koma sem stórnotendur innlendrar orku í framtíðinni.
          Að gera frumhagkvæmniathuganir á nýjum orkufrekum iðngreinum og eiga samstarf við atvinnufyrirtæki um frekari hagkvæmniathuganir.
          Að láta í té alla nauðsynlega aðstoð við samningagerð ríkisins og Landsvirkjunar um sölu á orku til stóriðjufyrirtækja eða beina orkusölu til útlanda.
          Að standa fyrir almennu kynningarstarfi, útgáfu og dreifingu kynningarrita, ráðstefnuhaldi og öðru sambærilegu markaðsöflunarstarfi.
          Að taka að sér þjónustu fyrir aðra sem vinna að hliðstæðum verkefnum.
    Fjárfestingarstofa – orkusvið tók að öllu leyti við hlutverki MIL í samræmi við viðaukasamning I við stofnskjal MIL. Hlutverk skrifstofunnar breytist hins vegar ekkert við nafnbreytinguna.

     2.      Hvernig er háttað fjárhagslegum rekstri Fjárfestingarstofu – orkusviðs?
    Fjárfestingarstofa – orkusvið starfar sjálfstætt undir sérstakri stjórn og hefur sjálfstæðan fjárhag og reikningshald, sbr. 2. gr. í stofnskjali um skrifstofuna.

     3.      Hver hefur hlutur ríkissjóðs verið í rekstri hennar frá því að hún var stofnuð, sundurliðað eftir árum?
    Framlag iðnaðarráðuneytis til rekstrar Fjárfestingarstofu – orkusviðs hefur verið sem hér segir í millj. kr. á verðlagi hvers árs:

1988 1,7 1995 24,3
1989 5,5 1996 26,6
1990 19,8 1997 29,2
1991 9,8 1998 38,0
1992 8,8 1999 60,7
1993 17,4 2000 40,5
1994 17,8 2001 67,4
     4.      Hver hefur heildarkostnaður af rekstri stofunnar verið frá því að hún var stofnuð, sundurliðað eftir árum?
    Sundurliðaður heildarkostnaður af rekstri MIL og Fjárfestingarstofunnar – orkusviðs frá stofnun er sem hér segir í millj. kr. á verðlagi hvers árs:

1988 6,4 1995 59,9
1989 20,8 1996 67,0
1990 41,7 1997 59,4
1991 32,4 1998 76,6
1992 30,4 1999 104,4
1993 39,0 2000 77,3
1994 41,1 2001 107,3