Ferill 575. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1373  —  575. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 76/2001, um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.



     1.      Við 3. gr. Lokamálsliður b-liðar falli brott.
     2.      Við bætist ný grein, 5. gr., svohljóðandi:
             Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðanna „Siglingastofnun Íslands“ hvarvetna í 1. og 2. mgr. kemur, í viðeigandi falli: undanþágunefnd.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Undanþágur skv. 1. mgr. veitir fimm manna nefnd sem samgönguráðherra skipar til að fjalla um þess háttar mál. Í nefndinni eiga sæti tveir fulltrúar tilnefndir af fulltrúum útgerðaraðila, einn fulltrúi tilnefndur af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og einn fulltrúi tilnefndur af Vélstjórafélagi Íslands, en formann nefndarinnar skipar ráðherra án tilnefningar. Ráðherra setur nefndinni starfsreglur sem hann lætur birta með fullnægjandi hætti.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Undanþágur og undanþágunefnd.
     3.      Við b-lið (14. gr.) 8. gr.
                  a.      C-liður 2. mgr. orðist svo: Á skipum 500 brúttótonn og stærri: tveir stýrimenn.
                  b.      Í stað orðanna „a- og b-liðar 2. mgr.“ í 3. mgr. komi: a-, b- og c-liðar 2. mgr.