Ferill 736. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1385  —  736. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um lífeyrisréttindi í séreign.

Frá Kristjáni Pálssyni.



     1.      Hve margir launamenn afla sér lífeyrisréttinda í séreign með mótframlagi atvinnurekanda, sbr. heimild í lögum nr.129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða?
     2.      Hve mikill er þessi séreignarsparnaður orðinn nú?
     3.      Hvaða sjóðir taka við slíkum séreignarsparnaði og hve mikið er varðveitt í hverjum sjóði?
     4.      Hver er ávöxtun séreignarsparnaðar í þessum sjóðum?
     5.      Hve mikið af þeim lífeyrisréttindum í séreign sem launþegi hefur samið um við atvinnurekanda hefur glatast frá gildistöku laganna vegna gjaldþrota atvinnurekenda?


Skriflegt svar óskast.