Heilsugæsla, félagsþjónusta og öldrunarþjónusta

Miðvikudaginn 22. janúar 2003, kl. 15:47:42 (2921)

2003-01-22 15:47:42# 128. lþ. 63.6 fundur 449. mál: #A heilsugæsla, félagsþjónusta og öldrunarþjónusta# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KF
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 128. lþ.

[15:47]

Katrín Fjeldsted:

Herra forseti. Ég vil líka þakka fyrir að þetta mál sé reifað hér. Ég verð að taka undir þau sjónarmið sem segja að það sé eðlilegt að sveitarstjórnir hafi á hendi verkefni af þessu tagi, þ.e. heilsugæslu, félagsþjónustu og öldrunarþjónustu. Víðast hvar er það svo að sveitarstjórnir, sérstaklega á þéttbýlissvæðum, geta gjarnan og vilja sinna verkefnum af þessu tagi en með því að færa verkefnin til sveitarfélaganna og til einstaklinga færist allur málaflokkurinn nær almenningi og auðveldara er að taka ákvarðanir heima fyrir en í miðstýrðri þjónustu hjá ríkinu. Ég vil því hvetja til þess að við endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu verði sérstaklega tekið á þessum þætti.