Fíkniefnameðferð

Miðvikudaginn 05. mars 2003, kl. 14:08:10 (4377)

2003-03-05 14:08:10# 128. lþ. 89.1 fundur 573. mál: #A fíkniefnameðferð# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 128. lþ.

[14:08]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir að taka upp þetta efni sem hefur verið svolítið til hliðar í allri hinni miklu umræðu um fíkniefnaneyslu, og þá hina ólöglegu hér á landi. Þessi sókn í vímuefni, þ.e. lögleg verkjalyf, er í flestum tilfellum til komin vegna sjúkdóma eða verkja hjá hverjum og einum einstaklingi sem leiðir svo til frekari neyslu, og afeitrunarmeðferð þessara lyfja er sérhæfð meðferð. Því styð ég þá tillögu sem hér hefur komið fram en öll þessi umræða um notkun vímuefna hefur einnig leitt til þess að fólk sem þarf að nota sterk verkjalyf vegna sjúkdóma og verkja hefur veigrað sér við að taka lyfin eins og mælt er fyrir. Verkjameðferð er vandasöm og ljóst að læknar hafa ekki allir tileinkað sér þessa fagþekkingu.