Veiting ríkisborgararéttar

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 22:59:42 (2437)

2002-12-10 22:59:42# 128. lþ. 50.19 fundur 436. mál: #A veiting ríkisborgararéttar# frv. 158/2002, Frsm. ÞKG (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[22:59]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar á þskj. 593. Það er 436. mál.

Allsherjarnefnd bárust að þessu sinni 20 umsóknir um ríkisborgararétt en skv. 6. gr. laga um ríkisborgararétt veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum.

Nefndin leggur til að 11 einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur að þessu sinni og er nafna þeirra getið á umræddu þingskjali.