Samningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Singapúr

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 17:04:01 (2630)

2002-12-12 17:04:01# 128. lþ. 54.34 fundur 400. mál: #A samningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Singapúr# þál., Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[17:04]

Frsm. utanrmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um fullgildingu samnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Singapúr frá utanrmn.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að fullgilda samning milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og lýðveldisins Singapúr sem undirritaður var á Egilsstöðum 26. júní 2002.

Samningur þessi er fyrsti fríverslunarsamningur sem gerður er milli Evrópuríkja og ríkis í Austur-Asíu og er víðtækasti fríverslunarsamningur sem EFTA-ríkin hafa gert til þessa enda nær gildissvið hans auk vöruviðskipta til þjónustuviðskipta, fjárfestinga, opinberra innkaupa, samkeppnismála og hugverkaréttinda.

Utanrmn. leggur einróma til að tillagan verði samþykkt.