Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 18. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 18  —  18. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um vöruverð og rekstrar- og samkeppnisstöðu atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni.

Flm.: Kristján L. Möller, Margrét Frímannsdóttir, Einar Már Sigurðarson,


Jóhann Ársælsson, Gísli S. Einarsson, Lúðvík Bergvinsson,
Karl V. Matthíasson, Guðrún Ögmundsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir,
Össur Skarphéðinsson.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd sem hafi það hlutverk að kanna þróun vöruverðs og rekstrar- og samkeppnisstöðu atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni síðastliðin tíu ár og bera saman við þróunina á höfuðborgarsvæðinu á sama tímabili. Nefndin kanni jafnframt hvaða þættir hafa helst áhrif á vöruverð og rekstrar- og samkeppnisstöðu atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar og hvar skilur á milli.
    Nefndin kanni sérstaklega og meti:
     a.      áhrif þungaskatts á vöruverð og hvaða áhrif breytingar undanfarinna ára á þungaskatti hafa haft á vöruverð á landsbyggðinni,
     b.      áhrif þungaskatts á rekstrarskilyrði og samkeppnishæfni atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni og hvaða áhrif breytingar undanfarinna ára á þungaskatti hafa haft á rekstrarskilyrði þeirra.
    Nefndin móti tillögur sem hafi að markmiði að draga úr áhrifum þungaskatts á vöruverð og jafni rekstrarskilyrði atvinnufyrirtækja í sambandi við flutningskostnað milli landsvæða. Nefndin kanni sérstaklega hvernig breyta megi skattkerfinu til að ná þessu marki.
    Nefndin skili Alþingi skýrslu fyrir 1. október 2003.

Greinargerð.


    Verðlagskannanir hafa sýnt að verðlag á landsbyggðinni er yfirleitt hærra en á höfuðborgarsvæðinu og munar oft talsverðu. Þá hafa kannanir sýnt að fólk telur óhagstætt verðlag á meðal helstu ókosta þess að búa á landsbyggðinni.
    Orsakir hærra verðlags á landsbyggðinni eru margvíslegar, þó verður að telja að hár flutningskostnaður og hátt innkaupsverð frá heildsölum, sem oft má rekja til óhagstæðra rekstrareininga, skipti þar mestu sem og lítil samkeppni í mörgum tilvikum.

Verðkönnun.
    Fyrsti flutningsmaður tillögu þessarar hefur á liðnu sumri skoðað verð á tíu algengum vörutegundum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, og voru niðurstöðunar eftirfarandi:


Tafla 1.


Upphæðir í kr.


1


2


3


4


5


6


7


8


9


10


11


12


13


14


15


16


17


18


19


20


21


22


23


24


25


26


27
Ódýrast, kr. Dýrast, kr. Mismunur, kr.
Dýrara en ódýrast
Ora fiskbollur 1/1 dós 199 199 199 202 202 254 254 258 258 259 259 201 289 264 264 264 264 284 296 296 269 296 264 355 316 284 340 199 355 156 78%
Ora grænar baunir 1/2 dós 53 53 53 56 56 68 68 71 71 69 70 55 72 74 74 74 74 79 79 79 69 86 74 102 93 84 108 53 108 55 104%
Merrild kaffi 500 g (103) 329 329 309 339 339 389 395 395 398 429 418 327 399 428 415 415 415 399 399 423 398 399 415 456 398 434 501 309 501 192 62%
Melroses te 25 grisjur 149 149 165 165 165 165 191 192 175 175 175 175 175 199 199 211 189 204 175 216 204 244 149 244 95 64%
Maraþon extra þvottaduft 569 569 675 671 677 689 689 567 677 679 679 709 739 724 755 732 567 755 188 33%
Sykur 1 kg 85 109 119 119 111 109 119 109 123 129 129 119 149 128 85 149 64 75%
Sykur 2 kg 185 185 185 218 189 189 220 191 239 239 246 239 229 219 229 239 261 239 298 268 238 308 185 308 123 66%
Kornax hveiti 2 kg 79 79 79 84 84 91 91 91 91 94 94 83 94 94 94 94 94 109 109 109 109 117 94 148 135 114 164 79 164 85 108%
Cheerios 567 g 339 339 339 359 349 439 439 439 415 469 473 357 449 449 449 455 449 449 449 449 459 461 449 498 378 543 339 543 204 60%
Frón mjólkurkex 125 125 129 135 135 164 164 164 169 179 178 136 185 185 185 185 185 189 179 159 193 179 215 210 218 252 125 252 127 102%
Verslanir sem verð var kannað í – hér raðað í stafrófsröð. Þessi röð verslana samsvarar þó ekki dálkunum að ofan. (Dálkur 1 stendur t.d. ekki fyrir verslun 10-11 á Egilsstöðum né dálkur 27 fyrir verslunina Urð á Raufarhöfn, svo að dæmi séu tekin.)
10-11 Egilsstöðum Hagkaup Akureyri Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Sparkaup Bolungarvík
11-11 Höfn Hagkaup Smáralind Krónan Höfn Strax í Kópavogi
Bakki Kópaskeri Kaupfélagið Blönduósi Lónið Þórshöfn Strax Mývatnssveit
Bónus Akureyri Kaupfélagið Hófsósi Nettó Akureyri Strax Ólafsfirði
Bónus Ísafirði Kaupfélagið Hólmavík Nettó Mjódd Strax Siglufirði
Bónus Smáratorgi Kaupfélagið Sauðárkróki Samkaup Egilsstöðum Urð Raufarhöfn
Dalakjör Búðardal Kaupfélagið Varmahlíð Samkaup Ísafirði
    Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar kemur í ljós mikill munur á vöruverði milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Á einstökum vörutegundum var verðmunurinn sláandi eða allt að 108% munur á hæsta og lægsta verði. Þessi könnun gefur sterka vísbendingu um þann gífurlega aðstöðumun sem fólki er búin hér á landi að þessu leyti.
    Þegar niðurstöður könnunar eru skoðaðar kemur í ljós að nokkrar af stærstu verslunarkeðjum landsins sem reka verslanir bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni bjóða því sem næst sama verð í verslunum sínum, óháð staðsetningu þeirra. Þetta er athyglisvert því svo er að sjá að þessar verslunarkeðjur haldi uppi eigin flutningsjöfnuði milli verslana sinna án tillits til staðsetningar á landinu og er það til mikillar fyrirmyndar. Þetta sýnir jafnframt að hægt er að jafna vöruverð milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis sé vilji fyrir hendi.

Hátt innkaupsverð.
    Nokkrir verslunareigendur á landsbyggðinni veittu fyrsta flutningsmanni aðgang að gögnum sínum um innkaupsverð umræddra vörutegunda og flutningskostnað.
    Í eftirfarandi töflu má sjá innkaupsverð hjá einni verslun, útsöluverð hennar og áætlaðan flutningskostnað á hverri einingu miðað við tilboð á flutningi fyrir hvert kíló sem viðkomandi verslun hefur frá flutningsaðila.

Tafla 2.






Verð í landsbyggðarverslun, kr.




Þar af vsk., kr.




Verð án vsk.




Innkaupsverð


Framlegð 1, án flutningskostnaðar




Framlegð 1, %


Áætlaður flutningskostnaður 14 kr./kg
Framlegð 2, eftir greiðslu flutningskostnaðar, kr.



Framlegð 2, %
Ora fiskbollur 1/1 dós 269 33 236 188 48 20,3 14 34 14,4
Ora grænar baunir 1/2 dós 85 10 75 64 11 14,2 7 4 4,8
Merrild kaffi 500 g 430 53 377 308 69 18,3 7 62 16,5
Melroses te 25 grisjur 189 23 166 140 26 15,6 4 22 13,4
Maraþon extra þvottaduft 685 135 550 439 111 20,2 21 90 16,4
Sykur 1 kg 130 16 114 88 26 22,8 14 12 10,5
Sykur 2 kg
Kornax hveiti 2 kg 99 12 87 73 14 15,9 28 -14 -16,3
Cheerios 567 g 445 55 390 317 73 18,8 8 65 16,7
Frón mjólkurkex 185 23 162 139 23 14,4 4 19 11,9

    Tafla 2 sýnir m.a. eftirfarandi:
     1.      Hátt innkaupsverð landsbyggðarkaupmanna á viðkomandi vöru miðað við útsöluverð þeirra verslana sem eru með lægst vöruverð.
     2.      Mjög háan flutningskostnað frá birgjum/framleiðendum á höfuðborgarsvæðinu út á land.
     3.      Flutningskostnaður sem er svipaður og framlegð kaupmannsins.
     4.      Mjög litla framlegð verslana á landsbyggðinni þegar tekið hefur verið tillit til virðisaukaskatts og flutningskostnaðar.
    Þetta sýnir að álagning kaupmanna er ekki mikil og ekki orsök hás vöruverðs á landsbyggðinni.

Virðisaukaskattur.

Tafla 3.
Ódýrast, kr. Þar af vsk., kr. Dýrast, kr. Þar af vsk., kr.
Ora fiskbollur 1/1 dós 199 24,44 355 43,59
Ora grænar baunir 1/2 dós 53 6,51 108 13,26
Merrild kaffi 500 g 309 37,95 501 61,52
Melroses te 25 grisjur 149 18,30 244 29,96
Maraþon extra þvottaduft 567 111,59 755 148,58
Sykur 1 kg 85 10,44 149 18,30
Sykur 2 kg 185 22,72 308 37,82
Kornax hveiti 2 kg 79 9,70 164 20,14
Cheerios 567 g 339 41,63 543 66,68
Frón mjólkurkex 125 15,35 252 30,95
Samtals 2.090 299,00 3.379 471,00
Mismunur á ódýrast og dýrast 1.289 kr. Mismunur á greiðslu virðisaukaskatts 172 kr.
Dýrara í prósentum 62% Mismunur á greiðslu virðisaukaskatts í % 58%

    Í töflu 3 er sýndur útreikningur á virðisaukaskatti af útsöluverði, annars vegar þegar lægsta verð er greitt fyrir hverja vöru, sem iðulega er að finna á höfuðborgarsvæðinu, og hins vegar þegar dýrasta verð er greitt fyrir sömu vöru, en það verð er iðulega að finna á landsbyggðinni.
    Í töflunni kemur fram að höfuðborgarbúar greiða 2.090 kr. fyrir þessa tíu vöruflokka og 299 kr. í virðisaukaskatt til ríkissjóðs. Landsbyggðarbúinn þarf hins vegar að greiða 3.379 kr. fyrir þessar sömu vörur og 471 kr. í virðisaukaskatt til ríkisins. Mismunur á greiðslu virðisaukaskatts til ríkisins er því 58%. Af þessu dæmi sést að landsbyggðarbúar greiða til ríkissjóðs, í formi virðisaukaskatts, miklu hærri upphæðir af vörukaupum sínum en höfuðborgarbúar. Rétt er einnig að minna á virðisaukaskattur af flutningskostnaði verður auðvitað meiri eftir því sem lengra er ekið og flutningsgjöld hækka. Í þessu felst skattaleg mismunun sem ríkisvaldinu ber skylda til að afnema.
    Með þingsályktunartillögu þessari er ætlunin að kannað verði rækilega hvaða orsakir liggja að baki umræddum verðlagsmun þannig að menn geti gripið til markvissra aðgerða til að jafna þennan mun. Í þessum tilgangi er lagt til að skipuð verði nefnd sem hafi það hlutverk að kanna þróun vöruverðs á landsbyggðinni og bera hana saman við þróun vöruverðs á höfuðborgarsvæðinu. Lagt er til að nefndin kanni þá þætti sem helst hafa áhrif á vöruverð á landsbyggðinni annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar og greini jafnframt hvar helst ber á milli.

Rekstrarskilyrði og samkeppnishæfni fyrirtækja á landsbyggðinni.
    Nefndinni er m.a. ætlað að kanna þróun á rekstrar- og samkeppnisstöðu atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni, hvaða áhrif þungaskattur hefur á rekstrarskilyrði og samkeppnishæfni þeirra og hvort þungaskattskerfið mismuni fyrirtækjum eftir því hvar þau eru á landinu. Flutningsmenn telja að samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni sé að versna jafnt og þétt og nægir þar að nefna nýlegar gjaldskrárbreytingar Eimskipafélags Íslands sem er eina skipafélagið sem enn rekur strandsiglingaþjónustu hér á landi.
    Í þessu sambandi er rétt að benda á grein Ásgeirs Magnússonar, forstöðumanns Skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri, í Fréttabréfi Samtaka iðnaðarins í október 2001 (sjá fylgiskjal II).

Landsmenn sitji við sama borð.
    Flutningsmenn telja að ríkisvaldinu beri skylda til að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð þegar kemur að setningu laga og reglna í samfélaginu. Fullyrða má að þungaskattskerfið sem við búum við sé þess eðlis að það komi harðar niður á landsbyggðarbúum en íbúum höfuðborgarsvæðisins. Nú er svo komið að langstærstum hluta innfluttra vara er skipað upp í Reykjavík eða nágrenni hennar og þaðan er vörunum dreift út um landið með vöruflutningabifreiðum. Þungaskattur leggst á þessa flutninga og því lengra sem ekið er með vöru því hærri verður skatturinn. Skatturinn kemur þannig fram í hærri flutningskostnaði sem aftur hækkar vöruverð til viðkomandi neytenda.
    Nauðsynlegt er að bregðast við þessu og því er lagt til að nefndin kanni sérstaklega áhrif þungaskatts á vöruverð og hvaða áhrif breytingar undanfarinna ára á þungaskatti hafa haft á vöruverð á landsbyggðinni en ætla má að áhrif hans hafi aukist síðari ár, sérstaklega eftir að afsláttarkerfi þungaskatts var lagt niður.
    Lagt er til að nefndinni verði falið að gera tillögur sem miði að því að draga úr áhrifum þungaskatts á vöruverð á landsbyggðinni. Benda má á að í núgildandi lögum um fjáröflun til vegagerðar er veittur afsláttur af þungaskatti af akstri almenningsvagna í áætlunarferðum og eins njóta bændur afsláttar. Í lögunum er jafnframt kveðið á um að þeir sem nota innlenda orkugjafa í tilraunaskyni skuli greiða 50% lægri þungaskatt. Af þessu má sjá að þungaskatturinn er bæði notaður til jöfnunar og sem stýritæki.
    Í Noregi hafa menn farið þá leið að skipta landinu niður í svæði og er mismunandi skattheimta á milli svæðanna réttlætt út frá byggðasjónarmiðum. Rétt er að nefndin skoði ítarlega hvernig þetta er framkvæmt í Noregi.

Aðgerðir í byggðamálum.
    Verulega hefur skort á aðgerðir í byggðamálum þótt vandi landsbyggðarinnar og áhrif hans hafi verið ljós. Má í því sambandi vitna í þingsályktun um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998–2001 sem samþykkt var á 123. þingi, en þar segir í upphafi ályktunargreinarinnar:
    „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að vinna að framkvæmd stefnumótandi áætlunar um byggðamál fyrir árin 1998–2001 sem hafi að markmiði að treysta búsetu á landsbyggðinni. Stefnt verði að því að fólksfjölgun þar verði ekki undir landsmeðaltali og nemi 10% til ársins 2010.“
    Í fylgiskjali IV með tillögunni segir síðan:
IV. Hvers vegna flytur fólk búferlum frá landsbyggðinni?
    
Rannsóknin á orsökum búferlaflutninga á Íslandi, sem sagt er frá í bókinni Búseta á Íslandi, leiðir í ljós að mjög náið samband er milli mats íbúa einstakra landshluta á búsetuskilyrðum byggðarlagsins og fólksfjöldaþróunar. Þar sem íbúar hafa yfir fleiru að kvarta í búsetuskilyrðunum hefur fólksfjöldaþróunin orðið óhagstæðust vegna mikils brottflutnings. Þar sem ánægja með 24 þætti búsetuskilyrða er mest hefur þróunin orðið hagstæðust og mest fjölgað.
    Búsetan er almennt veikust í smæstu sjávarútvegsbyggðarlögunum, einkum í þorpum með innan við 1000 íbúa. Náið samband er milli þróunar atvinnutækifæra í fiskvinnslu á landsbyggðinni og brottflutnings til höfuðborgarsvæðisins á síðastliðnum 35 árum. Flutningur vinnslu út á sjó í frystitogara og það óöryggi sem frjálst framsal veiðikvóta skapar í minni sjávarútvegsþorpum virðist eiga ríkan þátt í aukinni búseturöskun á síðustu árum. Hins vegar eru íbúar sumra stærri þéttbýlisstaðanna á landsbyggðinni ánægðari með búsetuskilyrði sín en íbúar höfuðborgarsvæðisins.

IV.1.     Viðhorf íbúa á hættusvæðunum.
    Til að draga skýrt fram niðurstöður rannsóknarinnar er gagnlegt að skoða meðfylgjandi yfirlit um óánægju með einstaka þætti búsetuskilyrðanna í mestu jaðarbyggðunum, eða þeim svæðum sem Byggðastofnun hefur skilgreint sem sérstök hættusvæði á landsbyggðinni, vegna þess að þau hafa tapað meira en 10% af íbúum sínum á síðustu 10 árum. 1 Þessi greining sýnir á skýran hátt hvaða einstakir þættir búsetuskilyrðanna það eru sem mest svíður undan á þeim svæðum sem flestu fólki tapa. Um er að ræða eftirfarandi svæði:

         Hættusvæðin á landsbyggðinni:
    
    Vesturland:    Dalasýsla og Austur-Barðastrandarsýsla
         Vestfirðir:          Allt kjördæmið
         Norðurland vestra:     Vestur- og Austur-Húnavatnssýsla
         Norðurland eystra:     Siglufjörður, Fljóta- og Hofshreppur
        Austurland:     Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Suður-Múlasýsla
         Suðurland:         Vestur-Skaftafellssýsla

    Tafla 2 sýnir hvaða þættir búsetuskilyrðanna það eru sem mest óánægja er með á hættusvæðunum á landsbyggðinni. Heildarmynstur niðurstaðna er í samræmi við niðurstöðurnar fyrir landið allt, þó að mikilvægi einstakra þátta sé misjafnt. Hér kemur skýrlega fram að flestir íbúar hættusvæðanna, þ.e. þeirra svæða sem langflestu fólki hafa tapað á síðastliðnum árum, eru óánægðir með húshitunarkostnað, næstmest er óánægjan með verðlag og verslunaraðstæður, þá kemur lagning og viðhald vega, tekjuöflunarmöguleikar, atvinnutækifæri, húsnæðiskostnaður almennt, framboð hentugs húsnæðis á svæðinu, atvinnuöryggi og framhaldsskólamál. Á hinum enda listans eru þau atriði sem litla óánægju vekja, og þar eru áberandi margir þættir opinberrar þjónustu, veðurfar og umhverfisskilyrði.

Tafla 2. Viðhorf íbúa til búsetuskilyrða á hættusvæðunum á landsbyggðinni. Það sem flestir eru óánægðir með.
% íbúa sem segjast
óánægðir með
viðkomandi þátt
Húshitunarkostnaður 78
Verðlag og verslunaraðstæður 69
Lagning og viðhald vega 58
Tekjuöflunarmöguleikar 52
Atvinnutækifæri 49
Húsnæðiskostnaður almennt 49
Framboð hentugs húsnæðis 45
Atvinnuöryggi 43
Framhaldsskólamál 43
Aðstaða til afþreyingar 38
Vöruúrval 37
Skemmtanalíf 37
Menningarlíf 35
Hætta vegna náttúruhamfara 34
Þjónustuúrval 32
Ruðningur vega á vetrum 29
Aðstaða til íþróttaiðkunar 28
Flugsamgöngur 27
Dagvistunarmál 24
Heilbrigðisþjónusta 22
Veðurfar í byggðarlaginu 21
Grunnskólamál 20
Þjónusta við aldraða 14
Hætta af völdum umferðar og ofbeldis 8
Heimild: Landshlutakönnun búsetuskilyrða, vorið 1997

    Húshitunarkostnaðurinn er beint kjaraatriði fyrir almenning, en eins og fram kemur í annarri greinargerð, 2 þá greiða íbúar þeirra svæða sem ekki njóta jarðhitaveitna allt að tvöfaldan húshitunarkostnað á við það sem tíðkast á höfuðborgarsvæðinu. Meðalhúshitunarkostnaður á „köldu svæðunum“ er nú nærri heilum mánaðarlaunum verkamanns á einu ári.
    Annað mesta umkvörtunarefnið, verðlag og verslunaraðstæður, tengist auðvitað aðgengi að verslunarþjónustu sem erfitt er að veita svo fullnægjandi teljist nema í stærri þéttbýliskjörnum. Síðan koma atriði tengd atvinnumálum og svo fleiri atriði tengd húsnæðisaðstæðum. Loks eru margir sem kvarta undan aðgengi að framhaldsskólanámi, sem eðlilega er takmarkað á umræddum svæðum.“

Jöfnun lífskjara mikilvægasta byggðamálið.
    Þrátt fyrir að verðlag sé annað mesta umkvörtunarefni fólks, sbr. það sem fram kemur hér að framan, er jöfnun verðlags ekki meðal þeirra atriða sem talin eru upp í texta umræddrar þingsályktunar.
    Mikilvægt er að rannsaka ofan í kjölinn þær ástæður sem liggja að baki mismunandi vöruverði eftir landshlutum þannig að unnt sé grípa til viðeigandi ráðstafana til að jafna muninn.
    Sama á við um samkeppnisstöðu og rekstrarskilyrði atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni sem hafa versnað mikið á undanförnum árum, og er rétt að benda á að nýlega voru stofnuð „Samtök fyrirtækja á Norðurlandi“ sem m.a. hafa það markmið að jafna rekstrar- og starfsskilyrði fyrirtækja á landsbyggðinni, m.a. með endurbótum á flutningskerfinu hvort heldur er á sjó, landi eða í lofti.
     Jöfnun lífskjara, svo og jöfnun rekstrarskilyrða fyrirtækja án tillits til staðsetningar þeirra verður að vera meðal forgangsverkefna ef árangur á að nást í byggðamálum.

Fylgiskjal I.


Samþykkt Sambands sveitarfélaga
á Norðurlandi vestra:

Ályktun um aðgerðir í skattamálum til jöfnunar lífskjara.

    Stjórn SSNV ítrekar ályktun 8. ársþings SSNV um byggðamál og skorar á Alþingi og ríkisstjórn að beita aðgerðum í skattamálum til jöfnunar lífskjara þannig að búseta á landsbyggðinni verði eftirsóknarverð og atvinnustarfsemi njóti þar jafnræðis. Til að ná fram þessum markmiðum bendir stjórnin á eftirfarandi leiðir:
     *      Fella niður flugmiðaskatt.
     *      Lægra afborgunarhlutfall námslána (15% í 5 ár).
     *      Útgjöld vegna ferðalaga milli heimilis og vinnustaðar frádráttarbær frá skatti.
     *      Stu ðningur ef n ám krefst breyttrar b úsetu nemenda.
     *      Þungaskattur af ökutækjum utan 100 km. radíus frá Lækjartorgi lækki um 75%.
     *      Atvinnustarfsemi utan 100 km. radíus frá Lækjartorgi undanþegin almennu tryggingagjaldi, nú 3,99%.
     *      Landbúnaður undanþegin atvinnutryggingagjaldi, nú 1,15%.
    Stjórn SSNV telur framangreindar aðgerðir nauðsynlega viðbót við önnur áform í byggðamálum og telur að von sé um árangur verði þeim öllum framfylgt.
    Færa má eftirfarandi röksemdir fyrir ofangreindum leiðum:
     1.      Flugmiðaskatturinn á innanlandsflug er hreinn landsbyggðarskattur og því sjálfsagt að fella hann niður.
     2.      Mikill skortur er á háskólamenntuðu fólki á landsbyggðinni. Lægra endurgreiðsluhlutfall námslána þeirra sem velja sér búsetu utan þéttbýlisins á suðvesturhorni landsins mundi stuðla að fjölgun háskólamenntaðs fólks á landsbyggðinni. Vel mætti miða við 100 km. radíus frá Lækjartorgi.
     3.      Með samdrætti í frumvinnslugreinum og bættum samgöngum þá eykst atvinnusókn fólks um langan veg. Af þessum sökum er ferðakostnaður við það að sækja atvinnu oft svo mikill að þau laun sem í boði eru skerðast verulega. Af þessu leiðir búseturöskun með öllu því óhagræði sem henni fylgir. Mikil bót væri af því að útgjöld vegna ferðalaga milli heimilis og vinnustaðar væru frádráttarbær frá skatti. Lagt er til að þessi regla verði óháð búsetu.
     4.      Mikil hækkun á dvalarstyrk til jöfnunar námskostnaðar hefur orðið á undanförnum árum og ný reglugerð nr. 746/2000 gerir úthlutunarreglur skýrari en verið hefur. Þó vantar nokkuð á að kostnaðarauki vegna búsetu fjarri heimili sé bættur að fullu og er það óviðunandi.
                  Það er staðreynd að stúdentar af landsbyggðinni eru líklegri til að setjast að í dreifbýli að loknu háskólanámi en aðrir námsmenn. Af þessum sökum ásamt almennri lífskjarajöfnun er lagt til að dvalarstyrkir verði greiddir til nemenda á háskólastigi og dvalarstyrkurinn komi til skerðingar á námsláni eins og aðrar tekjur.
     5.      Þungaskattur af vöruflutningum til og frá landsbyggðinni er hreinn landsbyggðarskattur. Með því að lækka þungaskatt um 75% utan 100 km radíus frá Lækjartorgi mundi vinnast tvennt: Í fyrsta lagi að flutningafyrirtæki mundu flytja starfsemi sína af höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðarinnar. Í öðru lagi það að kostnaður við vöruflutninga á landi mundi lækka verulega.
     6.      Til að styrkja stoðir atvinnulífsins á landsbyggðinni er lagt til að atvinnustarfsemi utan 100 km radíus frá Lækjartorgi verði undanþegin almenna tryggingargjaldinu, sem er nú 3,99%. Þetta mun einnig stuðla að flutningi atvinnustarfsemi af höfuðborgarsvæðinu út á land og stuðla þar með að jafnvægi og snúa fólksflóttanum við.
     7.      Loks er lagt til að landbúnaður verði undanþegin atvinnutryggingagjaldi sem innheimt er með tryggingargjaldi og er nú 1,15%. Þetta er réttlætismál þar sem bændur njóta ekki réttinda úr Atvinnuleysistryggingarsjóði, en sennilega er hvergi meira atvinnuleysi í dag en hjá bændum .



Fylgiskjal II.


Ásgeir Magnússon, forstöðumaður
Skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri:


Er ekki hægt að koma á einhvers konar verðjöfnunargjaldi á flutninga í landinu?
(Úr Fréttabréfi Samtaka iðnaðarins, október 2001.)


    Það er kunnara en að frá þurfi að segja að mörg framleiðslufyrirtæki landsbyggðarinnar sérstaklega iðnfyrirtæki hafa átt í vök að verjast á undanförnum árum og kemur þar margt til. Einn af stóru þáttunum í rekstri margra þeirra er flutningskostnaður. Fyrir þau sem vinna á innanlandsmarkaði er flutningur á stærsta markaðssvæði landsins verulega íþyngjandi, en hefur ef til vill verið veginn upp með öðrum kostum við staðsetningu fyrirtækjanna svo sem traustu og góðu vinnuafli og ódýrari lóðum og húsnæði.
    Nú hefur Eimskipafélagið, sem í dag er orðið eina félagið sem sinnir strandflutningum lagt á nýtt gjald vegna framhaldsflutninga. Gjald þetta er 27.092 kr. fyrir 20 feta gám og 54.184 kr. fyrir 40 feta gám. Þetta gjald hefur ekki verið lagt á áður og má segja að flutningafyrirtækin hafi hingað til litið svo á, að þó þau nýti sér þá hagræðingu að hafa Reykjavíkurhöfn sem aðal út- og innflutningshöfn landsins, þá sé ekki eðlilegt að það bitni á viðskiptavinum félaganna sem starfa á landsbyggðinni.
    Auðvitað hefur gjald þetta mjög mismunandi áhrif í rekstri fyrirtækja allt eftir eðli starfseminnar, allt frá því að hafa lítil sem engin áhrif upp í að ráða úrslitum um það hvar fyrirtækið verður staðsett í framtíðinni, og jafnvel í einstaka tilfellum að ráða því hvort fyrirtækið verður starfrækt áfram.
    Dæmi af viðbrögðum forsvarsmanna nokkurra fyrirtækja á Norðurlandi sem rætt var við vegna þessa:
     1.      Iðnfyrirtæki sem flytur inn allt hráefni (þungavöru), en selur sína þjónustu að talsverðu leyti á höfuðborgarsvæðinu. Áætlaður viðbótarkostnaður 8–10 millj. kr. á ári. Þessi kostnaður er heldur hærri en áætlaður hagnaður fyrirtækisins á árinu 2001.
     2.      Iðnfyrirtæki sem flytur inn allt hráefni, en selur framleiðslu sína að langmestum hluta á höfuðborgarsvæðinu. Viðbótarkostnaður vegna flutninga gæti haft þau áhrif að stór hluti starfsemi fyrirtækisins flyttist til Reykjavíkur.
     3.      Iðnfyrirtæki sem flytur stærstan hluta framleiðslu sinnar úr landi. Áætlaður kostnaðarauki 12–16 millj. kr. Rúmlega allur hagnaður fyrirtækisins af starfsemi þess á Norðurlandi. Veruleg hætta á að framleiðslan flytjist úr landi.
     4.      Iðnfyrirtæki sem þarf á miklum flutningum að halda og flytur alla framleiðslu sína úr landi. Fyrirtækið mun ekki greiða þessa hækkun flutningsgjalda, náist ekki viðunandi samningar við Eimskipafélagið verður fyrirtækinu lokað.
    Með þetta í huga er ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt í allri umræðu um stöðu byggðanna og jöfnun búsetuskilyrða, að huga að jöfnun flutningskostnaðar með svipuðum hætti og jöfnun raforkukostnaðar og jöfnun kostnaðar vegna símaþjónustu.


Fylgiskjal III.

Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga í byggðamálum.

    „62. fundur fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga leggur til að unnið verði að framgangi byggðamála með það að markmiði að búsetuskilyrði í landinu verði sem fjölbreytilegust og standist á hverjum tíma samkeppni um fólk við nálæg lönd og að byggð dreifist sem víðast um landið. Í samræmi við þá stefnumörkun samþykkir fundurinn eftirfarandi tillögur og greinargerð um byggðamál:
    Í 12. lið þessarar samþykktar segir:
    Ýmsar þjóðir hafa beitt þeirri aðferð að lækka skatta í dreifðum byggðum og á jaðarsvæðum í þeim tilgangi að draga úr fólksflutningum frá þeim til stærri borga. Hér gæti verið um að ræða ýmsa skatta ríkisins, svo sem tekjuskatt, eignaskatt og þungaskatt, sem hefur t.d. áhrif á vöruverð og þjónustu, sem kemur niður á atvinnurekstri og einstaklingum. Endurgreiðslu námslána er jafnframt rétt að taka til athugunar í sama tilgangi. Eðlilegt væri að ríkið hefði frumkvæði að því, í samráði við sveitarfélögin, að láta kanna og leggja fram tillögur um hvernig unnt væri að beita skattkerfi ríkisins til að jafna aðstöðu fólks í þéttbýli og dreifbýli og draga úr fólksflutningum úr dreifbýli. Við þá athugun verði kannað hvort og hvernig slíkum aðgerðum hefur verið beitt í nálægum löndum, t.d. ívilnunum í skattamálum til fyrirtækja sem flytjast á svæði sem eiga í vök að verjast vegna brottflutnings íbúa.


Fylgiskjal IV.


Samþykkt Sambands sveitarfélaga
á Norðurlandi vestra:


Tillaga um jöfnun lífskjara með aðgerðum í skattamálum.

    10. ársþing SSNV, haldið á Bakkaflöt í Skagafirði dagana 30. og 31. ágúst 2002 lýsir ánægju sinni með samþykkt 62. fulltrúarráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem lagt er til að skattalegum aðgerðum verði beitt til að hafa áhrif á byggðaþróun. Ársþingið telur þessa samþykkt nýtt sóknarfæri fyrir landsbyggðina, verði henni fylgt eftir og lífskjör fólks og aðstaða fyrirtækja þannig jöfnuð.
    Samþykkt samhljóða.


Fylgiskjal V.

Gjaldskrá flutningaþjónustu Flytjanda.
(Frá 10. júní 2002.)

PAKKASENDINGAR

VÖRUSENDINGAR
Áfangastaður \ Þyngdarflokkur kg 1 2 3-5 6-9 10-14 15-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-99 100- 119 120- 139 140- 159 160- 179 180- 199 200- 224 225- 249 250- 274 275- 299 Frá 300

kr./sendingu

kr./sendingu

kr./kg

SUÐURNES 375 435 540 640 855 905 1.050
Reykjanesbær, Grindavík, Sandgerði, Garður 1.203 1.234 1.267 1.302 1.331 1.380 1.443 1.508 1.573 1.654 1.716 1.798 1.876 1.956 2.004 6,74
VESTURLAND 375 435 540 640 855 905 1.050
Akranes 1.257 1.306 1.357 1.405 1.455 1.505 1.554 1.655 1.738 1.817 1.919 2.017 2.118 2.216 2.281 7,75
Borgarnes 1.164 1.211 1.255 1.303 1.348 1.393 1.438 1.531 1.623 1.699 1.807 1.897 1.990 2.081 2.143 7,31
Borgarfjörður 1.187 1.233 1.280 1.341 1.404 1.498 1.561 1.670 1.826 1.933 2.059 2.169 2.278 2.387 2.496 8,70
Hreðarvatnsskáli 1.424 1.486 1.548 1.594 1.684 1.836 1.960 2.081 2.204 2.297 2.419 2.602 2.756 2.940 3.061 10,42
SNÆFELLSNES, DALIR 400 490 565 705 920 1.075 1.275
Grundarfjörður, Snæfellsbær 1.561 1.633 1.706 1.778 1.867 2.027 2.173 2.320 2.478 2.625 2.785 2.932 3.091 3.223 3.295 11,21
Stykkishólmur 1.753 1.849 1.928 2.024 2.121 2.203 2.364 2.507 2.669 2.814 2.959 3.135 3.311 3.471 3.553 12,05
Búðardalur, Skriðuland 1.455 1.531 1.608 1.684 1.760 1.884 2.005 2.143 2.281 2.419 2.556 2.694 2.833 2.969 3.092 10,42
Reykhólar, Króksfjarðarnes 1.455 1.531 1.608 1.684 1.760 1.914 2.081 2.250 2.419 2.588 2.756 2.969 3.185 3.399 3.598 12,25
VESTFIRÐIR 435 585 815 990 1.175 1.340 1.580
Patreksfjörður, Tálknafjörður, Bíldudalur 1.999 2.165 2.315 2.481 2.663 2.996 3.330 3.747 4.080 4.496 4.828 5.246 5.745 6.160 6.378 21,73
Bolungarvík, Súðavík 2.033 2.290 2.547 2.775 3.033 3.441 3.928 4.413 4.867 5.367 5.868 6.460 7.035 7.688 8.023 27,26
Ísafjarðarbær 2.033 2.290 2.547 2.775 3.033 3.441 3.928 4.413 4.867 5.367 5.868 6.460 7.035 7.688 8.023 27,26
STRANDIR, NORÐURLAND VESTRA 400 492 565 705 920 1.075 1.275
Brú 1.438 1.516 1.591 1.715 1.836 1.990 2.143 2.373 2.619 2.878 3.121 3.367 3.673 3.949 4.225 14,56
Borðeyri, Óspakseyri 1.424 1.486 1.548 1.604 1.684 1.836 1.960 2.081 2.204 2.297 2.419 2.602 2.756 2.940 3.061 10,42
Hólmavík, Drangsnes 1.438 1.516 1.591 1.715 1.836 1.990 2.143 2.373 2.619 2.878 3.121 3.367 3.673 3.949 4.225 14,56
Norðurfjörður 1.455 1.531 1.684 1.836 1.990 2.297 2.602 2.909 3.214 3.520 3.827 4.210 4.592 4.976 5.343 18,15
Hvammstangi 1.424 1.486 1.548 1.608 1.684 1.836 1.960 2.081 2.204 2.297 2.419 2.602 2.756 2.940 3.061 10,42
Blönduós, Skagaströnd 1.494 1.575 1.654 1.779 1.907 2.050 2.225 2.464 2.702 2.941 3.178 3.417 3.655 3.909 4.163 14,25
Sauðárkrókur 1.545 1.669 1.779 1.860 1.987 2.177 2.447 2.702 2.954 3.227 3.480 3.799 4.116 4.370 4.608 15,75
Siglufjörður, Hofsós 1.749 1.907 2.066 2.225 2.384 2.623 2.941 3.258 3.577 3.895 4.212 4.608 5.007 5.404 5.802 19,87
NORÐURLAND EYSTRA 435 585 815 990 1.175 1.340 1.580
Akureyri 1.875 2.068 2.219 2.429 2.593 2.833 3.178 3.507 3.852 4.182 4.511 4.946 5.352 5.756 6.085 20,75
Grenivík 1.893 2.090 2.241 2.451 2.663 2.981 3.314 3.648 4.025 4.357 4.674 5.191 5.585 5.977 6.309 21,67
Dalvík, Ólafsfjörður 1.893 2.090 2.241 2.451 2.663 2.981 3.314 3.648 4.025 4.357 4.674 5.191 5.585 5.977 6.309 21,67
Húsavík 1.996 2.245 2.447 2.634 2.837 3.133 3.537 3.930 4.316 4.833 5.332 5.644 6.242 6.641 7.000 23,67
Kópasker 2.074 2.306 2.542 2.758 2.993 3.352 3.821 4.286 4.754 5.239 5.689 6.282 7.077 7.418 7.907 26,84
Raufarhöfn 2.074 2.323 2.573 2.822 3.071 3.461 3.959 4.444 4.941 5.423 5.909 6.593 7.808 7.980 8.324 28,31
Þórshöfn 2.105 2.386 2.664 2.963 3.241 3.648 4.239 4.785 5.392 5.939 6.484 7.184 7.437 8.418 9.073 31,06


PAKKASENDINGAR

VÖRUSENDINGAR
Áfangastaður \ Þyngdarflokkur kg 1 2 3-5 6-9 10-14 15-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-99 100- 119 120- 139 140- 159 160- 179 180- 199 200- 224 225- 249 250- 274 275- 299 Frá 300
kr./sendingu kr./sendingu kr./kg

AUSTURLAND 435 585 815 990 1.175 1.340 1.605
Bakkafjörður, Vopnafjörður 2.135 2.447 2.775 3.117 3.461 3.975 4.459 4.988 5.579 6.174 6.766 7.465 7.988 8.853 9.523 32,57
Egilsstaðir, 2.005 2.273 2.532 2.847 3.163 3.752 4.204 4.670 5.258 5.844 6.356 7.032 7.666 8.297 8.826 29,97
Borgarfjörður eystri 2.290 2.562 2.855 3.216 3.491 3.954 4.594 5.244 5.881 6.533 7.169 8.013 8.634 9.304 10.008 34,06
Neskaupstaður, Seyðisfjörður 2.005 2.273 2.532 2.847 3.163 3.752 4.204 4.670 5.258 5.844 6.356 7.032 7.666 8.297 8.826 29,97
Reyðarfjörður, Eskifjörður 2.005 2.273 2.532 2.847 3.163 3.752 4.204 4.670 5.258 5.844 6.356 7.032 7.666 8.297 8.826 29,97
Breiðdalsvík, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður 2.005 2.273 2.532 2.847 3.163 3.752 4.204 4.670 5.258 5.844 6.356 7.032 7.666 8.297 8.826 29,97
SUÐAUSTURLAND 400 490 565 705 950 1.140 1.380
Djúpivogur 1.904 2.246 2.489 2.734 2.945 3.304 3.742 4.200 4.655 5.127 5.600 6.153 6.707 7.128 7.647 26,01
Höfn 1.757 1.990 2.231 2.403 2.572 2.884 3.232 3.628 4.009 4.371 4.720 5.167 5.597 6.040 6.388 21,70
Fagurhólsmýri 1.740 1.892 2.057 2.205 2.325 2.553 2.769 3.036 3.318 3.599 3.880 4.225 4.590 4.919 5.265 18,12
Kirkjubæjarklaustur 1.656 1.743 1.829 1.914 2.001 2.139 2.284 2.449 2.612 2.777 2.932 3.138 3.311 3.483 3.657 12,42
Vík 1.497 1.575 1.655 1.718 1.779 1.890 2.001 2.127 2.251 2.379 2.505 2.629 2.756 2.884 3.008 10,24
SUÐURLAND 375 435 540 635 855 905 1.050
Hella, Hvolsvöllur 1.153 1.285 1.311 1.415 1.463 1.543 1.625 1.703 1.784 1.864 1.946 2.044 2.139 2.235 2.299 7,81
Biskupstungur, Flúðir 1.195 1.242 1.316 1.352 1.398 1.462 1.517 1.612 1.710 1.803 1.899 2.002 2.098 2.177 2.243 7,58
Árborg, Selfoss, Hveragerði, Þorlákshöfn 1.183 1.240 1.328 1.357 1.400 1.458 1.527 1.595 1.663 1.731 1.801 1.852 1.938 2.005 2.076 6,54
Vestmannaeyjar 1.211 1.311 1.428 1.591 1.687 1.882 2.075 2.306 2.532 2.757 2.981 3.232 3.471 3.729 3.971 13,66
Neðanmálsgrein: 1
    1 „Byggðir sem höllum fæti standa“ (Byggðastofnun, október 1997).
Neðanmálsgrein: 2
    2 Stefán Ólafsson, „Tengsl viðhorfa til húshitunarkostnaðar og aðgangs að hitaveitu“ (greinargerð fyrir stjórn Byggðastofnunar, janúar 1998).