Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 49. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 49  —  49. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum.

Flm.: Jóhanna Sigurðardóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Jóhann Ársælsson,


Ásta R. Jóhannesdóttir, Össur Skarphéðinsson.


1. gr.

    65. gr. laganna orðast svo:
    Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 59. gr. og fjárhæðir skv. 17. gr., skulu breytast ársfjórðungslega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal fylgja launavísitölu. Þó skulu framangreindar bætur, greiðslur og fjárhæðir hækka í samræmi við verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs ef slík viðmiðun leiðir til hærri bóta.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2003.

Greinargerð.


    Með frumvarpi þessu er lögð til breyting á því ákvæði almannatryggingalaga sem kveður á um hækkun bóta, greiðslna og fjárhæða samkvæmt lögunum. Með lögum nr. 130/1997, um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1998, var núgildandi regla sett. Þar er gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 59. gr. og fjárhæðir skv. 17. gr. almannatryggingalaganna, séu endurskoðaðar árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni og breytt í samræmi við þróun launa, en hækki þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.
    Í ljós hefur komið að á síðustu árum hefur launavísitala hækkað mun meira en vísitala neysluverðs. Því hefði viðmiðun við fyrrnefnda vísitölu leitt til mun meiri og sanngjarnari hækkana en viðmiðun við vísitölu neysluverðs hefur gert, sjá fylgiskjal með yfirliti frá Hagstofu Íslands um breytingar á vísitölu neysluverðs og launavísitölu á árunum 1998–2001. Þar kemur fram að meðaltalshækkun vísitölu neysluverðs og meðaltalshækkun launavísitölu var sl. fimm ár eftirfarandi:
Ár Neysluvísitala Launavísitala
1998 1,7 9,4
1999 3,4 6,8
2000 5,0 6,6
2001 6,7 8,9

    Eins og sjá má hefur launavísitalan hækkað miklu meira en neysluvísitalan. Þannig hafa lífeyrisþegar verið hlunnfarnir um verulegar fjárhæðir á hverju ári með því að miða lífeyrisgreiðslur ekki við launavísitölu. Útreikningar Þjóðhagsstofnunar sýna t.d. að grunnlífeyrir og tekjutrygging hefðu árið 2001 verið rúmum 7 þús. kr. hærri á mánuði, eða rúmum 84 þús. kr. hærri á árinu, ef útreikningar þessara lífeyrisgreiðslna hefðu tekið mið af þeim breytingum sem orðið hafa á launavísitölu á árabilinu 1995–2001. Mjög athyglisverðar upplýsingar koma líka fram þegar skoðuð er þróun kaupmáttar samanlagðs grunnlífeyris og tekjutryggingar á árunum 1995–2001 og hún borin saman við kaupmátt lágmarkslauna. Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar kemur í ljós að kaupmáttur þessara lífeyrisgreiðslna hefur aukist um 11,09% á árunum 1995–2001, en kaupmáttur lágmarkslauna hefur aftur á móti aukist á sama tímabili um 42,07% Aukning á kaupmætti lágmarkslauna er því 28% umfram aukningu á kaupmætti grunnlífeyris og tekjutryggingar á árabilinu 1995–2001. Afar villandi er, eins og stjórnvöld hafa reynt að gera, að taka með í útreikninga um kaupmátt heimilisuppbót og tekjutryggingarauka sem lítill hluti aldraðra og öryrkja fær. Má t.d. nefna að aðeins 1,3% aldraðra og 9,3% öryrkja, eða 908 öryrkjar, fengu á árinu 2001 tekjutryggingarauka, samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins. Einnig fá einungis milli 16–20% aldraðra og öryrkja heimilisuppbót. Stærstur hluti lífeyrisþega fá því ekki heimilisuppbót eða tekjutryggingarauka.
    Stjórnvöld hafa valið þá leið að fylgja vísitölu neysluverðs í stað þess að fylgja þróun launa við fyrrgreindar breytingar. Hér er lagt til að launavísitölu verði fylgt og að framangreindar breytingar komi til framkvæmda ársfjórðungslega í stað þess að slíkt gerist árlega enda vísitölur reiknaðar út mánaðarlega. Bið eftir hækkunum og uppfærslu í allt að tólf mánuði verður að teljast óeðlilega löng og óréttlát. Landssamband eldri borgara hefur lagt áherslu á að þessu verði breytt, sbr. ályktun um kjaramál frá landsfundi sambandsins 20.–21. maí 1999. Í ályktuninni er lýst nauðsyn þess að hækka grunnlífeyri almannatrygginga án skerðingar tekjutryggingar og að í kjölfarið verði breytingar á upphæð grunnlífeyris almannatrygginga og annarra bótaflokka látnar fylgja breytingum á launavísitölu Hagstofunnar og verðlagi sem komi til framkvæmda eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. Svipaðar áherslur koma fram í tillögum fulltrúa Landssambands eldri borgara í samráðsnefnd um málefni aldraðra 3. nóvember 1999.
    Ef sú staða kæmi síðan upp að vísitala neysluverðs reyndist hagstæðari viðmiðun er lagt til að við hana verði miðað í stað launavísitölunnar og er fyrirvara í 3. málsl. 1. gr. frumvarpsins ætlað að tryggja það.
    Frumvarp þetta var fyrst flutt á 125. löggjafarþingi árið 1999. Nú er það flutt á nýjan leik lítið breytt, en í greinargerðina hefur verið bætt viðbótarupplýsingum sem styðja mjög framgang þessa frumvarps. Við meðferð málsins á 125. löggjafarþingi var málið sent til umsagnar fjölda aðila.
    Flestar umsagnir voru afar jákvæðar, t.d. frá Öryrkjabandalaginu, aðgerðarhópi aldraðra, Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, Landssambandi eldri borgara, Alþýðusambandi Íslands, Þroskahjálp og Félagi eldri borgara. Enginn umsagnaraðili mælti gegn frumvarpinu, en það var m.a. einnig sent til fjármálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Tryggingastofnunar ríkisins.
    Ástæða er því til þess að ætla að nú þegar frumvarpið er lagt fram á nýjan leik að um það geta skapast víðtæk sátt um nauðsyn þess að kjör þessa hóps verði leiðrétt og bætt, enda liggur skýrt fyrir að aldraðir og öryrkjar hafa ekki fengið réttmætan hlut í aukningu þjóðartekna á umliðnum árum.



Fylgiskjal.



Launavísitala 1998–-2001.
--> --> Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar

Des. 1988 = 100
Vísitala
launamánaðar
Breyting frá
fyrra mánuði, %

Síðustu 3 mánuði, %

Síðustu 6 mánuði, %

Síðustu 12 mánuði , %
1998
Janúar 167,9 4,5 23,4 13,1 12,8
Febrúar 168,4 0,3 23,3 13,6 13,1
Mars 168,7 0,2 21,4 13,3 12,8
Apríl 169,2 0,3 3,1 12,8 9,8
Maí 169,4 0,1 2,4 12,4 8,1
Júní 169,9 0,3 2,9 11,8 8,1
Júlí 170,4 0,3 2,9 3,0 7,9
Ágúst 171,4 0,6 4,8 3,6 8,5
September 171,7 0,2 4,3 3,6 8,3
Október 172,1 0,2 4,1 3,5 80
Nóvember 172,5 0,2 2,6 3,7 7,9
Desember 173,3 0,5 3,8 4,0 7,8
Meðaltal 170,4 9,4
1999
Janúar 180,4 4,1 20,7 12,1 7,4
Febrúar 180,9 0,3 20,9 11,4 7,4
Mars 181,2 0,2 19,5 11,4 7,4
Apríl 181,4 0,1 2,2 11,1 7,2
Maí 181,6 0,1 1,6 10,8 7,2
Júní 181,8 0,1 1,3 10,1 7
Júlí 182,0 0,1 1,3 1,8 6,8
Ágúst 182,2 0,1 1,3 1,4 6,3
September 182,5 0,2 1,5 1,4 6,3
Október 182,9 0,2 2,0 1,7 6,3
Nóvember 183,5 0,3 2,9 2,1 6,4
Desember 184,0 0,3 3,3 2,4 6,2
Meðaltal 182,0 6,8
2000
Janúar 186,9 1,6 9,0 5,5 3,6
Febrúar 189,3 1,3 13,3 7,9 4,6
Mars 189,6 0,2 12,7 7,9 4,6
Apríl 191,1 8,0 9,3 9,2 5,3
Maí 194,5 1,8 11,4 12,3 7,1
Júní 195,7 0,6 13,5 13,1 7,6
Júlí 196,4 0,4 11,6 10,4 7,9
Ágúst 196,6 0,1 4,4 7,9 7,9
September 196,8 0,1 2,3 7,7 7,8
Október 197,2 0,2 1,6 6,5 7,8
Nóvember 197,4 0,1 1,6 3,0 7,6
Desember 198,0 0,3 2,5 2,4 7,6
Meðaltal 194,1 6,6
2001
Janúar 204,2 3,1 15,0 8,1 9,3
Febrúar 204,8 0,3 15,9 8,5 8,2
Mars 207,0 1,1 19,5 10,6 9,2
Apríl 208,7 0,8 9,1 12,0 9,2
Maí 210,0 0,6 10,5 13,2 8,0
Júní 211,7 0,8 9,4 14,3 8,2
Júlí 212,4 0,3 7,3 8,2 8,1
Ágúst 213,9 0,7 7,6 9,1 8,8
September 214,8 0,4 6,0 7,7 9,1
Október 215,2 0,2 5,4 6,3 9,1
Nóvember 215,9 0,3 3,8 5,7 9,4
Desember 217,0 0,5 4,2 5,1 9,6
Meðaltal 211,3 8,9
Skýring: launavísitala er reiknuð og birt skv. lögum nr. 89/1989. Vísitalan miðast við meðallaun í hverjum mánuði og er reiknuð og birt um miðjan næsta mánuð.


Breytingar vísitölu neysluverðs 1998-2001 .

Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar

Maí 1988 = 100

Vísitala
Breyting í hverjum mánuði, % Síðasta mánuð,
%
Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu 12 mánuði, %
1998
Janúar 182,4 0,6 6,8 1,1 2,6 2,2
Febrúar 182 ,0 -0,2 -2,6 7 ,0 1,6 2 ,0
Mars 182,7 0,4 4,7 2,9 1,6 2,4
Apríl 183,1 0,2 2,7 1,5 1,3 1,9
Maí 183,7 0,3 4 ,0 3,8 2,2 2,4
Júní 184 ,0 0,2 2 ,0 2,9 2,9 2,3
Júlí 183,6 -0,2 -2,6 1,1 1,3 1,9
Ágúst 182,6 -0,5 -6,3 -2,4 0,7 1,1
September 182,8 0,1 1,3 -2,6 0,1 0,8
Október 183,6 0,4 5,4 0 ,0 0,5 0,9
Nóvember 184,1 0,3 3,3 3,3 0,4 1,3
Desember 183,7 -0,2 -2,6 2 ,0 -0,3 1,3
Meðaltal 183,3 1,7
1999
Janúar 184,8 0,6 7,4 2,6 1,3 1,3
Febrúar 184,5 -0,2 -1,9 0,9 2,1 1,4
Mars 185,4 0,5 6 ,0 3,8 2,9 1,5
Apríl 186,4 0,5 6,7 3,5 3,1 1,8
Maí 187,3 0,5 6 ,0 6,2 3,5 2 ,0
Júní 188,8 0,8 10 ,0 7,5 5,6 2,6
Júlí 189,5 0,4 4,5 6,8 5,2 3,2
Ágúst 190,2 0,4 4,5 6,3 6,3 4,2
September 191,8 0,8 10,6 6,5 7 ,0 4,9
Október 193,3 0,8 9,8 8,3 7,5 5,3
Nóvember 193,3 0 ,0 0 ,0 6,7 6,5 5 ,0
Desember 194 ,0 0,4 4,4 4,7 5,6 5,6
Meðaltal 189,6 3,4
2000
Janúar 195,5 0,8 9,7 4,6 6,4 5,8
Febrúar 194,9 -0,3 -3,6 3,4 5 ,0 5,6
Mars 196,4 0,8 9,6 5 ,0 4,9 5,9
Apríl 197,6 0,6 7,6 4,4 4,5 6 ,0
Maí 198,4 0,4 5 ,0 7,4 5,3 5,9
Júní 199,1 0,4 4,3 5,6 5,3 5,5
Júlí 200,1 0,5 6,2 5,2 4,8 5,6
Ágúst 199,1 -0,5 -5,8 1,4 4,4 4,7
September 199,5 0,2 2,4 0,8 3,2 4 ,0
Október 201,5 1 ,0 12,7 2,8 4 ,0 4,2
Nóvember 202,1 0,3 3,6 6,2 3,8 4,6
Desember 202,1 0 ,0 0 ,0 5,3 3 ,0 4,2
Meðaltal 199,1 5 ,0
2001
Janúar 202,4 0,1 1,8 1,8 2,3 3,5
Febrúar 202,8 0,2 2,4 1,4 3,8 4,1
Mars 204 ,0 0,6 7,3 3,8 4,6 3,9
Apríl 206,5 1,2 15,7 8,4 5 ,0 4,5
Maí 209,4 1,4 18,2 13,7 7,4 5,5
Júní 212,6 1,5 20 ,0 18 ,0 10,7 6,8
Júlí 214,2 0,8 9,4 15,8 12 ,0 7 ,0
Ágúst 214,9 0,3 4 ,0 10,9 12,3 7,9
September 216,3 0,7 8,1 7,1 12,4 8,4
Október 217,7 0,6 8 ,0 6,7 11,1 8 ,0
Nóvember 218,5 0,4 4,5 6,9 8,9 8,1
Desember 219,5 0,5 5,6 6,1 6,6 8,6
Meðaltal 212,4 6,7