Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 82. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 82  —  82. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um aðbúnað og öryggi á sjúkrahúsum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.


     1.      Hver er afstaða ráðherra til þeirra fullyrðinga forsvarsmanna Félags ungra lækna að allar reglur um hvíldardaga og frídagatöku á sjúkrahúsum séu brotnar?
     2.      Telur ráðherra eðlilegt að læknar í starfsnámi séu undanþegnir ákvæðum um lágmarkshvíld?
     3.      Hver er afstaða ráðherra og hvernig ætlar hann að bregðast við þeim aðgerðum sem boðaðar hafa verið um að gripið verði til opinberra rannsókna á lögbrotum sjúkrahúsanna á grundvelli 99. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum eins og lögmaður Félags ungra lækna hefur ítrekað bent á að væri í undirbúningi?
     4.      Telur ráðherra að hætta sé á mistökum og slysum vegna álags á unga lækna sem ekki fá tilskilinn hvíldartíma og að öryggi sjúklinga sé með því stefnt í hættu?