Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 90. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 90  —  90. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um undanþágu frá tilskipun um innri markað raforku.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hefur iðnaðarráðuneytið kannað eða óskað eftir að utanríkisráðuneytið kanni möguleika á að Ísland verði undanþegið ákvæðum tilskipunar 96/92/EB um sameiginlegar reglur um innri markað á sviði raforku?
     2.      Hvaða leiðir teldi ráðuneytið helst færar til að fá Ísland undanþegið ákvæðum áðurnefndrar tilskipunar í ljósi þess að fallið var frá stjórnskipulegum fyrirvara af Íslands hálfu vorið 2000?
     3.      Hvaða afleiðingar telur ráðherra að það geti haft að Ísland hefur vanefnt skuldbindingar sínar um að innleiða efni tilskipunarinnar í íslenska löggjöf fyrir 1. júlí 2002?