Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 105. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 105  —  105. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um greiðslur úr ábyrgðasjóði launa.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.


     1.      Hve mikið var greitt úr ábyrgðasjóði launa vegna gjaldþrota fyrirtækja á árinu 2001 og fram til 1. október 2002 og í hvaða atvinnugreinum hafa þau helst verið? Hver er útgjaldaáætlun sjóðsins fram til næstu áramóta?
     2.      Hve mikið hafa greiðslur úr ábyrgðasjóði launa aukist frá 1. janúar 1998 til 1. október 2002?
     3.      Hver var árlegur fjöldi fyrirtækja síðustu fimm ár sem urðu gjaldþrota og ávísað var á greiðslum úr ábyrgðasjóði launa, skipt eftir starfsgreinum?
     4.      Telur ráðherra að um vísvitandi misnotkun á sjóðnum sé að ræða? Ef svo er, í hverju felst hún og hvernig hyggst ráðherra bregðast við?


Skriflegt svar óskast.