Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 117. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 117  —  117. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um móttökuskilyrði útsendinga Ríkisútvarpsins.

Frá Kristjáni L. Möller.



     1.      Er áætlað að bæta móttökuskilyrði Ríkisútvarpsins á Raufarhöfn og Kópaskeri? Sé ekki svo, hyggst ráðherra þá beita sér fyrir því að úr verði bætt?
     2.      Telur ráðherra eðlilegt eða sanngjarnt að fólki á þessum stöðum sé gert að greiða fullt afnotagjald þegar móttökuskilyrði bæði hljóðs og myndar eru sem raun ber vitni? Sé ekki svo, hyggst ráðherra þá beita sér fyrir að afnotagjöldin verði lækkuð eða felld niður á þessum svæðum þar til móttökuskilyrði hafa verið bætt?
     3.      Eru fleiri staðir á landinu þar sem móttökuskilyrði Ríkisútvarpsins eru þannig að óviðunandi megi teljast?