Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 123. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 123  —  123. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um sjálfbæra ferðamennsku og umhverfisvernd.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hefur framkvæmdaáætlun sem ráðherra setti fram í janúar 1998 um sjálfbæra ferðamennsku og umhverfisvernd verið fylgt eftir? Ef svo er, hver er staðan varðandi eftirfarandi markmið áætlunarinnar:
     a.      að Ísland nái sérstöðu á sviði umhverfismála,
     b.      ferðamennska verði nýtt sem afl til verndunar auðlindum,
     c.      stuðlað verði að fræðslu og aukinni umhverfisvitund,
     d.      að samþætta ferðaþjónustu og náttúruvernd,
     e.      framkvæmd laga og reglugerða verði virk og
     f.      að gott aðgengi fyrir fatlaða verði sem víðast?