Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 170. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 171  —  170. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um fjölda lögreglumanna.

Frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni.



     1.      Hve margir lögreglumenn eru til þjónustu að meðaltali á hvern íbúa í kaupstöðum og sýslum landsins?
     2.      Hvað liggur til grundvallar útreikningum dómsmálaráðuneytis um fjárveitingar til einstakra sýslumannsembætta með tilliti til fjölda lögreglumanna?
     3.      Á hvern hátt hefur starfsemi ríkislögreglustjóra haft áhrif á starfsemi sýslumanns- og lögregluembætta landsins?


Skriflegt svar óskast.