Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 182. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 183  —  182. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 73/2002, um breytingu á lagaákvæðum er varða samgönguáætlun o.fl.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (GHall, HjÁ, ArnbS, SI, ÞKG, MS).



1. gr.

    28. gr. laganna orðast svo:
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Í frumvarpi til laga um breytingu á lagaákvæðum er varða samgönguáætlun o.fl. sem samþykkt var frá Alþingi samhliða frumvarpi til laga um samgönguáætlun sl. vor var gert ráð fyrir að hafnaráð og flugráð sem skipuð voru samkvæmt þágildandi lagaákvæðum skyldu sitja út gildistíma núgildandi hafnaáætlunar og flugmálaáætlunar. Gildistími þessara áætlana er til 31. desember 2002. Þetta þýddi að breyttu hafnaráði og flugráði samkvæmt lögum nr. 73/2002, þar sem þátttaka fulltrúa atvinnulífsins er aukin, gefst hvorki tækifæri til að veita samgönguráðherra umsögn um tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun 2003–14 né samgöngunefnd eftir að ráðherra hefur lagt tillöguna fyrir Alþingi.
    Það er mat meiri hluta samgöngunefndar að eðlilegt sé og þarft að nýju hafnaráði og flugráði gefist kostur á að koma fram með ábendingar í tengslum við meðferð þingsins á samræmdri samgönguáætlun sem samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu verður lögð fram um miðjan nóvember nk.