Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 199. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 202  —  199. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um rannsóknarsetur að Kvískerjum.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hverjar eru ástæður þess að fallið hefur verið frá því að koma á fót fræða- og rannsóknarsetri að Kvískerjum í Öræfasveit, eins og stjórnskipuð nefnd um málið lagði til, og þess í stað stofnaður sjóður í nafni Kvískerja?
     2.      Hvert verður stofnfé sjóðsins og hvert er markmiðið með stofnun hans?
     3.      Hvernig verður háttað stjórnun sjóðsins og fyrirkomulagi úthlutunar?