Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 231. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 234  —  231. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um atvinnuleysisbætur.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve háar væru atvinnuleysisbætur nú á mánuði miðað við 100% bótarétt ef greiðslur væru miðaðar við taxta fiskvinnslufólks (starfsaldursþrep eftir sjö ár) eins og gert var fram til ársins 1997?
     2.      Hverjar væru heildargreiðslur á ári til atvinnulausra miðað við 100% bótarétt annars vegar ef miðað er við það viðmið sem gilti fyrir árið 1997 (taxta fiskvinnslufólks, starfsaldursþrep eftir sjö ár) og hins vegar ef miðað er við hámarksbætur samkvæmt gildandi ákvæði 7. gr. laga um atvinnuleysistryggingar?
     3.      Hverjar væru heildargreiðslur á mánuði ef atvinnuleysisbætur miðað við 100% bótarétt hefðu tekið mið af breytingu á launavísitölu frá 1997?
     4.      Er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir því að hækka atvinnuleysisbæturnar og breyta viðmiði þeirra, t.d. að þær hækkuðu í samræmi við launavísitölu, og að hætt verði að skattleggja þær?