Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 235. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 238  —  235. mál.




Fyrirspurn




til heilbrigðisráðherra um útselda hjúkrunarþjónustu.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hver er ástæða þess að heilbrigðisstofnanir á föstum fjárlögum kaupa útselda hjúkrunarþjónustu?
     2.      Hvaða heilbrigðisstofnanir kaupa eða hafa keypt útselda hjúkrunarþjónustu og af hverjum hefur sú þjónusta verið keypt, sundurgreint eftir stofnunum og sviðum eða deildum?
     3.      Hver var kostnaður hvers sviðs eða deildar við aðkeypta hjúkrunarþjónustu á síðasta ári, sundurgreint eftir útseldum tímum hvers mánaðar?
     4.      Hvernig er staðið að kaupum á útseldri hjúkrunarþjónustu og hvernig kemur þjónustan út rekstrarlega og faglega í samanburði við þjónustu fastráðinna hjúkrunarfræðinga?
     5.      Hefur verið kannað hvort þetta fyrirkomulag hafi haft áhrif á nýráðningar eða starfshlutfall þeirra hjúkrunarfræðinga sem fyrir eru í starfi?
     6.      Hve margir hjúkrunarfræðingar eru á samningi við Tryggingastofnun ríkisins og á hvaða sviðum vinna þeir?
     7.      Er áformað að fjölga sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingum
                  a.      á heilbrigðisstofnunum,
                  b.      utan heilbrigðisstofnana?


Skriflegt svar óskast.