Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 236. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 239  —  236. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um mismunandi rekstrarform heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hefur verið gerður rekstrarlegur og faglegur samanburður á mismunandi rekstrarformi með tilliti til þjónustustigs og fjölbreytni í þjónustu á sviði heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu hjá
                  a.      heilsugæslustöðvum,
                  b.      Heimilislæknamiðstöðinni ehf.,
                  c.      Læknalind ehf.,
                  d.      sjálfstætt starfandi heimilislæknum?
     2.      Ef svo er, hvernig kemur sá samanburður út með tilliti til þeirrar þjónustu sem viðkomandi aðilar veita, bæði fyrir ríkissjóð og sjúklinga?
     3.      Hvernig eru forvarnastarf og heilsuvernd metin inn í rekstrarkostnað?
     4.      Hefur verið tekin ákvörðun um rekstrarform nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og ef svo er, á hvaða forsendum byggist hún?


Skriflegt svar óskast.