Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 237. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 240  —  237. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um tannheilsu barna og unglinga.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hvernig er fylgst með tannheilsu barna og unglinga?
     2.      Hvernig er haldið utan um upplýsingar um tannheilsu barna og unglinga?
     3.      Eru reglulega gerðar kannanir á tannheilsu barna og unglinga?
     4.      Hvernig er tannheilsa íslenskra barna og unglinga nú í samanburði við tannheilsu jafnaldra þeirra annars staðar á Norðurlöndum?
     5.      Hversu hátt hlutfall barna, 18 ára og yngri, hefur ekki farið til tannlæknis á síðustu 18 mánuðum?
     6.      Hvert var fjárframlag til skólatannlækninga í Reykjavík árið 2001?
     7.      Eru áform um að hækka framlag til tannverndarsjóðs?
     8.      Eru áform um hækkun á gjaldliðum gjaldskrár fyrir tannlækningar sem hafa verið óbreyttir að krónutölu frá árinu 1999?


Skriflegt svar óskast.