Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 253. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 257  —  253. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um upplýsingamiðstöðvar í ferðaþjónustu.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hversu margar upplýsingamiðstöðvar í ferðaþjónustu eru starfandi hér á landi og hvar eru þær?
     2.      Hvaða reglur gilda um starfsemi slíkra upplýsingamiðstöðva, m.a. varðandi kröfur um þjónustu?
     3.      Hver er stuðningur
                  a.      ríkis,
                  b.      sveitarfélaga,
                  c.      annarra opinberra aðila
        við einstakar upplýsingamiðstöðvar?
     4.      Hver er stefna ráðherra sem yfirmanns ferðamála varðandi hlutverk upplýsingamiðstöðva í ferðaþjónustu og þátt opinberra aðila í fjármögnun þeirra?