Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 81. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 260  —  81. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um launa- og starfskjör á vernduðum vinnustöðum.

     1.      Hver eru launa- og starfskjör á vernduðum vinnustöðum, sundurliðað milli sambærilegra vinnu- og starfsþjálfunarstöðva, og gilda samræmdar reglur um launa- og starfskjör þar og mat á vinnugetu fatlaðra? Ef ekki, mun ráðherra beita sér fyrir því að settar verði reglur sem tryggi samræmd lágmarkskjör á vinnu- og starfsþjálfunarstöðvum fatlaðra?
    Líta verður svo á að þessi fyrirspurn vísi til c-liðar 1. gr. og 10. gr. reglugerðar um atvinnumál fatlaðra, nr. 376/1996. Leitað var upplýsinga um launa- og starfskjör hjá öllum vernduðum vinnustöðum á landinu og svörin sem hér fylgja eru byggð á upplýsingum frá þeim, um er að ræða eftirtalda staði:
    Ás, vinnustofa, Brautarholti 6, Reykjavík.
    Starfsþjálfunarstaðurinn Örvi, Kársnesbraut, Kópavogi.
    Múlalundur, Hátúni 10c, Reykjavík.
    Vinnustaðir ÖBÍ, Hátúni 10, Reykjavík.
    Blindravinnustofan, Hamrahlíð 17, Reykjavík.
    Stólpi, Lyngási 12, Egilsstöðum.
    Plastiðjan Bjarg – Iðjulundur, Akureyri.
    Fjöliðjan, Dalbraut 10, Akranesi.
    Ásgarður, handverkstæði, Kópavogi.
    Vinnustofa Sólheima í Grímsnesi (svör bárust ekki við fyrirspurninni).
    Kertaverksmiðjan Heimaey, Vestmannaeyjum.

Launa- og starfskjör á einstökum vinnustöðum.
Ás, vinnustofa.
    Eigandi og rekstraraðili: Styrktarfélag vangefinna.
    Laun eru að meðaltali liðlega 200.000 kr. á ári á hvern starfsmann.
–    Frá setningu laga um lífeyrissjóðsgreiðslur á öll laun hafa allir hjá Ási notið þeirra og allir fá greidda veikindadaga og orlofsdaga.
Starfsþjálfunarstaðurinn Örvi.
    Eigandi: Ríkissjóður.
    Rekstraraðili: Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi.
    Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Eflingar fyrir 70% viðverutíma.
    Á 30% viðverutíma fer fram þjálfun, kennsla, fundir og annar stuðningur.
    Staðurinn greiðir launagjöld nema veikindadaga.
Múlalundur.
    Eigandi og rekstraraðili: SÍBS.
–    Laun eru greidd samkvæmt samningi við félagsmálaráðuneytið. Öll launatengd gjöld eru greidd.
    Ráðningarform er tvenns konar:
       –          Fastráðnir starfsmenn, laun frá 352,42 kr. til 509,94 kr. á klst. og fara þau eftir afköstum og getu.
       –          Sex mánaða ráðningasamningar, þ.e. starfshæfing, en þar eru greiddar 352,42 kr. á klst.
    Mat á starfsgetu er á ábyrgð forstöðumanns.
Vinnustaðir ÖBÍ.
    Laun eru samkvæmt samningi við félagsmálaráðuneytið.
    Öll launatengd gjöld eru greidd.
    Mat á starfsgetu er á ábyrgð forstöðumanns.
Blindravinnustofan.
    Eigandi og rekstraraðili: Blindrafélagið.
    Laun eru samkvæmt samningi við félagsmálaráðuneytið.
    Öll launatengd gjöld eru greidd.
    Mat á starfsgetu er á ábyrgð forstöðumanns.
Stólpi.
    Eigandi húsnæðis: Egilsstaðakaupstaður.
    Rekstraraðili: Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi.
    Laun eru greidd í hlutfalli við mat á starfsgetu:
               70% starfsgeta – 327,81 kr. á klst., sem eru hæstu laun sem þar eru greidd.
               60% starfsgeta – 280,98 kr. á klst.
               45% starfsgeta – 210,73 kr. á klst., sem eru lægstu laun sem þar eru greidd.
–    Öll framlög tengd launagreiðslum eru greidd samkvæmt lögum þar um sem tóku gildi 1. júlí 1998.
Plastiðjan Bjarg.
    Eigandi húsnæðis: Höldur ehf.
    Rekstraraðili: Akureyrarbær.
    Vinnulaun eru í sama formi og hjá vinnustofum ÖBÍ.
–    Öll framlög tengd launagreiðslum eru greidd samkvæmt lögum þar um sem tóku gildi 1. júlí 1998.
Fjöliðjan.
    Eigandi húsnæðis: Ríkissjóður 91% og Akraneskaupstaður 9%.
    Rekstraraðili: Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi.
–    Laun samkvæmt kjarasamningi Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Borgarness með breytingum sem varða starfsgetu.
    Launakerfið samanstendur af fimm launaflokkum:
               100% laun, hæfing 0.
               70% laun, hæfing 30%.
               45% laun, hæfing 55%.
               25% laun, hæfing 75%.
               0% laun, hæfing 100%.
    Reiknað er með að stéttarfélögin hafi eftirlit þarna eins og gagnvart öðrum launþegum.
–    Fjöliðjan hefur frá stofnun árið 1984 greitt í lífeyrissjóð lögbundið framlag af launum starfsmanna og önnur launagjöld.
Ásgarður.
    Eigandi og rekstraraðili: Sjálfseignarstofnun.
    Föst mánaðarlaun eru frá 8.000 kr. til 12.000 kr. fyrir vinnu frá 9.00–16.00.
–    Að auki koma til ýmsar bónusgreiðslur en þær eru oft bundnar ákveðnum verkefnum eða til hvatningar. Bónusgreiðslur er frá 6.000 kr. á ári til 2.000 kr. á mánuði.
–    Tveir einstaklingar eru á því sem kallast sérsamningur og launin eru annars vegar 20.000 kr. og hins vegar 40.000 kr. á mánuði. Í báðum tilvikum er miðað við hálfsdagsstarf.
–    Ásgarður starfar samkvæmt samningi við félagsmálaráðuneytið og Svæðisskrifstofur Reykjavíkur og Reykjaness ásamt samningum við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þessir samningar eru gerðir á grundvelli laga um málefni fatlaðra, nr. 59/1992, og reglugerðar nr. 376/1996, um atvinnumál fatlaðra. Samkvæmt þessum samningum er eftirlit í höndum Svæðisráðs Reykjaness og Reykjavíkur í samræmi við lögin og 5. gr. reglugerðar nr. 142/1993, um svæðisráð málefna fatlaðra.
Heimaey, kertaverksmiðja.
    Eigandi: Ríkissjóður.
    Rekstraraðili: Vestmannaeyjabær.
–    Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Eflingar – stéttarfélags við ríkið og miðast laun við lífaldur og starfsreynslu viðkomandi. Núna starfa 18 einstaklingar með fötlun á vernduðum vinnustað og skiptast launakjör þeirra þannig: Einn er í 50% starfi og fær í laun 50% af taxta Eflingar, 281,41 kr. á klst. Einn er í iðju í 25% og fær í laun 50% af taxta Eflingar, 271,01 kr. á klst. 16 einstaklingar eru í verdaðri vinnu í 50% starfi og fá í laun 80% af taxta Eflingar. Mismunandi er hvað tímakaupið er og fer það eftir lífaldri og starfsreynslu en er á bilinu 409,81 til 450,01 kr. á klst.
    Starfsmenn með fötlun eru ekki meðlimir í stéttarfélagi.
    Hagsmuna gæta þeir sjálfir og aðstandendur þeirra.
    Starfsmenn hafa allir greitt í Lífeyrissjóð Vestmannaeyja a.m.k. síðastliðin 10 ár.
    Ákvæði laga um skyldu til greiðslu í lífeyrissjóð hafa verið virt.

Samræming á milli vinnustaða.
    Samræmt mat er ekki í gildi á milli þeirra vinnustaða sem falla undir 4. tölul. 1. gr. reglugerðar um atvinnumál fatlaðra. Mismunandi form hafa verið skoðuð og reynd en þarfirnar eru mjög breytilegar, getustigið mismunandi og umhverfið allt ólíkt frá einum stað til annars.
    Félagsmálaráðuneyti hefur með þjónustusamningum, sem gerðir hafa verið undanfarið, sett upp samræmdar viðmiðanir um laun og starfskjör. Sérstök ákvæði eru um þetta í samningum félagsmálaráðuneytisins við ÖBÍ., Blindrafélagið og SÍBS vegna Múlalundar. Í fylgiskjali með samningum stendur eftirfarandi:
„Laun fatlaðra starfsmanna.
    Gert er ráð fyrir því að launastefna vegna fatlaðra starfsmanna taki mið af tvískiptingu starfsemi í framleiðslu og starfsþjálfun. Gerð er sú krafa að fyrir alla framleiðslu verði a.m.k. greidd lágmarkslaun og að starfsmenn njóti þeirra réttinda og beri þær skyldur sem launuð vinna felur í sér. Hins vegar verði ekki greidd nein laun eða þóknun fyrir starfsþjálfun.
    Samkvæmt þessu þarf að fara fram mat á starfsgetu hvers einstaklings. Matið verði m.a. notað til að skipta viðveru niður í framleiðslu annars vegar og starfsþjálfun hins vegar. Tekið skal fram að ekki er gert ráð fyrir því að þessir tveir þættir verði aðgreindir í daglegu starfi heldur verði þeir samþættir. Starfsmönnum verði skipt eftir starfsgetu, t.d. eins og gert er í töflu 2.

Tafla 2. Skipting starfsmanna á vernduðum vinnustöðum eftir starfsgetu.
Hlutfall framleiðslu Hlutfall starfsþjálfunar Laun (miðað við 84 þús. kr. lágmarkslaun)
Mikil starfsgeta
Fremur mikil starfsgeta
Fremur lítil starfsgeta
Lítil starfsgeta
90%
70%
50%
30%
10%
30%
50%
70%
75.600
58.800
42.000
25.200

    Fari hlutfall framleiðslu undir 30% er ekki gerð krafa um launagreiðslur.
    Þar sem gengið er út frá því að meðalstarfsgeta sé um 60% er miðað við að meðallaunagreiðslur til fatlaðra starfsmanna verði ekki lægri en 60% af lágmarkslaunum. Tekið skal fram að hér er um lágmarksviðmið að ræða. Hærri launagreiðslur eru að sjálfsögðu heimilar standi framleiðsla undir slíku.“
    Félagsmálaráðuneytið mun halda áfram að stuðla að frekari samræmingu launa og starfskjara þeirra sem hér um ræðir þar sem því verður komið við.
    Það gerir málið flókið að starfsemi sumra þessara staða er blönduð starfsemi hæfingar og og verndaðrar vinnu. Nauðsynlegt er þó að tryggja að samræmt vinnulag sé notað á öllum vinnu- og starfsþjálfunarstöðum við að meta mismunandi þarfir fyrir þjónustu. Ráðuneytið mun halda áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð með þjónustusamningum í því að tryggja að samræmt vinnulag sé viðhaft við ákvörðun um kaup og kjör á vernduðum vinnustöðum.

     2.      Hverjir gæta hagsmuna fatlaðra varðandi kaup og kjör á vernduðum vinnustöðum?
Ýmsir gæta hagsmuna fatlaðra.
          Svæðisskrifstofur málefna fatlaðra.
          Stéttarfélög.
          Trúnaðarmenn fatlaðra.
          Í samningum sem ráðuneytið hefur gert að undanförnu hafa verið ákvæði sem hafa það að markmiði að tryggja enn frekar réttindi þeirra sem starfa samkvæmt þeim. Settur hefur verið á laggirnar samstarfshópur sem er skipaður fulltrúum frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og rekstraraðilum verndaðra vinnustaða. Samstarfshópnum er ætlað að veita ráðgjöf um áherslur í atvinnumálum fatlaðra og þá sérstaklega varðandi starfsemi verndaðra vinnustaða. Samstarfshópurinn leitast við að tryggja nauðsynlega samhæfingu verndaðra vinnustaða og annarra sem koma að avinnnumálum fatlaðra í Reykjavík. Félagsmálaráðuneytið mun á næstunni vinna enn frekar að þróun þessara vinnubragða.
          Þeir sjálfir og aðstandendur þeirra.

     3.      Hvernig hefur lífeyrisréttindum fatlaðra verið háttað á hverri vinnu- og starfsþjálfunarstöð fyrir sig síðustu fimm ár og hafa verið virt ákvæði laga um skyldu til greiðslu í lífeyrissjóð? Óskað er eftir að greint verði frá hvernig málum þessum er háttað á hverjum stað fyrir sig.

Lífeyrisgreiðslur.
Ás, vinnustofa     Lífeyrisgreiðslur hófust 1. júlí 1998.
Örvi     Sama.
Múlalundur     Lífeyrisgreiðslur hófust 1. september 1997.
Vinnustaðir ÖBÍ     Lífeyrisgreiðslur hófust 1. júlí 1998.
Blindravinnustofan     Lífeyrisgreiðslur a.m.k. í 5 ár.
Stólpi     Lífeyrisgreiðslur hófust 1. júlí 1998.
Bjarg     Lífeyrisgreiðslur hófust 1. júlí 1998.
Fjöliðjan     Frá upphafi, 1984.
Ásgarður     Ekkert greitt.
Heimaey     Frá 1992.
Sólheimar     Svör bárust ekki.