Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 99. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 274  —  99. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Kristjáns Pálssonar um ábyrgðasjóð launa.

     1.      Hver er sjóðseign ábyrgðasjóðs launa sem stofnaður var samkvæmt lögum nr. 53/1993?
    Leitað var upplýsinga hjá ábyrgðasjóði launa til að svara fyrirspurninni.
    Sjóðseign ábyrgðasjóðs var í árslok 2001 890.443.670 kr. Spá um þróun útgjalda á þessu ári gerir ráð fyrir að eigið fé sjóðsins verði í árslok um 537 millj. kr.

     2.      Hve háar hafa greiðslur vegna vangreiddra lífeyrisréttinda launþega verið úr sjóðnum síðustu þrjú ár?
    Greiðslur sjóðsins vegna lífeyrisréttinda launþega voru þannig á árunum 1999–2001:
    
Ár Kr.
1999 49.666.687
2000 38.063.244
2001 44.693.265
Samtals 132.423.196

     3.      Hve háar hafa kröfur verið á sjóðinn vegna vangreidds lífeyrissparnaðar launþega síðustu þrjú ár?

    Kröfur vegna lífeyrissparnaðar voru þannig á árunum 1999–2001:
    
Ár Kr.
1999 90.647.342
2000 93.511.187
2001 186.244.395

     4.      Hvaða lífeyrissjóðir hafa krafist greiðslna úr sjóðnum síðustu þrjú ár og hve hárra?
    Á árunum 1999–2001 hafa tuttugu og þrír lífeyrissjóðir lýst kröfum sem samtals nema 370.402.924 kr. Þess skal getið að í mörgum tilvikum miðast upphafleg kröfulýsing við áætlanir. Um er að ræða eftirtalda lífeyrissjóði:
    Lífeyrissjóður verslunarmanna Lífeyrissjóðurinn Framsýn, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður verkfræðinga, Lífeyrissjóður blaðamanna, Lífeyrissjóður tæknifræðinga og arkitekta, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, ALVÍB (Almennur lífeyrissjóður VÍB), Lífeyrissjóður Austurlands, Lífeyrissjóður verkalýðsfélaganna á Suðurlandi, Lífeyrissjóður Vestfirðinga, Lífeyrissjóður Suðurnesja, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Norðurlands, Lífeyrissjóðurinn Eining, Lífeyrissjóðurinn Hlíf, Lífeyrissjóður verkalýðsfélaganna á Norðurlandi, Lífeyrissjóður Vesturlands, Lífeyrissjóður Verkafólks í Grindavík og Lífeyrissjóður Bolungarvíkur.

     5.      Hafa verið gerðar kröfur í ábyrgðasjóðinn um greiðslur á séreignarlífeyrissparnaði vegna gjaldþrota fyrirtækja og ef svo er, hve háar?

    Kröfur vegna séreignarlífeyrissparnaðar voru þannig á árunum 1999–2001 og það sem af er ári 2002:

Ár Kr.
1999 0
2000 20.388
2001 754.016
2002 4.971.025
Samtals 5.745.429