Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 291. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 313  —  291. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um sparisjóði og bankaþjónustu.

Frá Jóni Bjarnasyni og Árna Steinari Jóhannssyni.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja örugga og góða nærþjónustu í bankastarfsemi í dreifbýli sem þéttbýli eftir að ríkið hefur selt meiri hluta sinn bæði í Landsbanka og Búnaðarbanka?
     2.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að skylda Búnaðarbankann eða Landsbankann til að hafa skilgreint net útibúa vítt og breitt um landið með tiltekinni þjónustu?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að láta kanna réttarstöðu þeirra sparisjóða sem fólu útibúum ríkisbankanna verkefni sín og eignir en sjá nú á bak þeim bótalaust við sölu ríkisbankanna?
     4.      Mun ráðherra styðja baráttu þeirra sem nú vilja treysta aftur bankaþjónustu í heimabyggð og endurheimta sparisjóði sína ásamt þeim eignum og fjármálaumsvifum sem heimamenn fólu bankaútibúi í trausti þess að bankarnir yrðu áfram þjóðareign?