Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 294. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 316  —  294. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um bann við notkun á nónýlfenól-etoxýlötum (NFE) í hreinsiefnum.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra fylgja eftir tilmælum OSPAR-samningsins um að stöðva notkun á nónýlfenól-etoxýlötum (NFE) í hreinsiefnum?
     2.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að notkun NFE verði bönnuð með reglugerð líkt og sumar nágrannaþjóðir okkar hafa gert?
     3.      Hefur umfang innflutnings á NFE og vörum sem innihalda NFE verið kannað?
     4.      Hafa umhverfisyfirvöld á Íslandi efnt til samstarfs við fulltrúa atvinnulífsins til þess að stöðva notkun á NFE?


Skriflegt svar óskast.