Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 296. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 318  —  296. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um öldrunarstofnanir.

Frá Ástu Möller.



     1.      Hvert er hlutfall aldraðra, annars vegar 80 ára og eldri og hins vegar 67 ára og eldri, á öldrunarstofnunum hér á landi, sundurliðað eftir núverandi kjördæmaskipan (Reykjavík, Reykjanes, Suðurland, Austurland, Norðurland eystra, Norðurland vestra, Vestfirðir, Vesturland)?
     2.      Hvernig hyggst heilbrigðisráðuneytið fylgja eftir markmiði heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 um að ekki dveljist hærra hlutfall en 25% 80 ára og eldri á öldrunarstofnunum?

























Prentað upp.