Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 297. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 319  —  297. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um ferðaþjónustu og stóriðju.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hver er hlutdeild og hlutur ferðaþjónustu annars vegar og stóriðju hins vegar í landsframleiðslu? Með ferðaþjónustu er átt við alla þjónustu sem snýr að erlendum og innlendum ferðamönnum í víðasta skilningi, t.d. flug, akstur og siglingu, gistingu, veitingar, verslun og skemmtanir. Með stóriðju er átt við allt sem þarf til framleiðslu áls og járnblendis, t.d. virkjanir, spennistöðvar, raflínur, verksmiðjur og flutninga.
     2.      Hverjar eru útflutningstekjur af ferðaþjónustu annars vegar og stóriðju hins vegar?
     3.      Hver er afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu annars vegar og stóriðju hins vegar í milljörðum króna og sem hlutfall af fjárfestingu?
     4.      Hvað eru mörg ársverk í ferðaþjónustu annars vegar og stóriðju hins vegar?
     5.      Hver eru mánaðarlaun starfsmanna í ferðaþjónustu annars vegar og stóriðju hins vegar að meðaltali?
     6.      Hversu miklar árstíðasveiflur eru í rekstri ferðaþjónustu annars vegar og stóriðju hins vegar?
     7.      Hvaða mengun og umhverfisröskun valda ferðaþjónusta annars vegar og stóriðja hins vegar beint og óbeint? Spurt er um efnamengun (útblástur verksmiðja, bíla og flugvéla, skolp og sorp), umhverfisröskun (vegagerð, uppistöðulón, mannvirki, átroðslu), sjónmengun (verksmiðjur, hótel, bifreiðar, mannfjölda) og hávaðamengun (flugvélar, bíla).
     8.      Hvaða opinberu styrkja nýtur ferðaþjónusta annars vegar og stóriðja hins vegar? Átt er við beina og óbeina styrki ríkis og sveitarfélaga, t.d. bein framlög, stofnstyrki, niðurgreiðslur á aðföngum, niðurgreiðslu vaxta, ábyrgðir og skattalækkanir, enn fremur sértækar framkvæmdir í vegagerð, hafnargerð og flugi.
     9.      Bera ferðaþjónusta annars vegar og stóriðja hins vegar sérstaka skatta og aðrar opinberar álögur? Ef svo er, hverjar og hve miklar?
10.     Er talið að stóriðja hafi áhrif á ferðaþjónustu og öfugt?


Skriflegt svar óskast.