Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 299. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 323  —  299. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um framkvæmd þjóðlendulaganna.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hvernig hyggst ríkisvaldið tryggja fjármuni til þess að sveitarfélög og einstaklingar verði fjárhagslega skaðlaus vegna þeirrar vinnu og málareksturs sem þau hafa þurft og þurfa að kosta til í framhaldi af lagasetningu Alþingis um þjóðlendur?
     2.      Hve mikið hefur verið greitt til einstaklinga og sveitarfélaga vegna málarekstrar sem þau hafa orðið að standa í á grundvelli þjóðlendulaganna?
     3.      Hvers vegna ákvað ráðherra að kæra úrskurð óbyggðanefndar sem hann hafði áður lýst fyllsta trausti á?