Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 317. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 344  —  317. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna til að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvað er fólgið í samþykkt dómsmála- og jafnréttisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem gerð var í Vilníus sumarið 2001 og varðar samstarf landanna til að sporna við skipulögðum, ólöglegum flutningi kvenna milli landanna í þágu kynlífsiðnaðar?
     2.      Hvernig er samstarfi þessu hagað, hvert er markmið þess og hvernig miðar því áfram?
     3.      Hverjir annast þetta starf fyrir Íslands hönd?
     4.      Hver er áætlaður heildarkostnaður verkefnisins, hvernig er kostnaðarþátttöku landanna háttað og hver er hlutur Íslands?


Skriflegt svar óskast.