Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 318. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 345  —  318. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um rannsóknir á sumarexemi.

Frá Jónasi Hallgrímssyni og Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hvernig miðar vinnu samstarfshóps innlendra og erlendra vísindamanna sem settur var á stofn til að vinna að rannsóknum og lækningu á sumarexemi í íslenskum hestum?
     2.      Hve miklu fé hefur verið varið til þessara rannsókna? Svar óskast sundurliðað eftir löndum.
     3.      Hvaða líkur telja vísindamenn á að bólusetning við sjúkdómnum eða lækning finnist?
     4.      Hvenær má vænta þess að endanlegar niðurstöður starfshópsins liggi fyrir?




























Prentað upp.