Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 329. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 359  —  329. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um kostnað af heilsugæslu.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Mun ráðherra beita sér fyrir því að íbúar á heilsugæslusvæðum þar sem heimilislæknar eru eða verða ekki að störfum fái endurgreiddan þann aukakostnað, þ.m.t. ferðakostnað, sem það hefur í för með sér að sækja þjónustuna annað? Ef ekki, hvernig hyggst ráðherra bæta þá mismunun sem íbúar þessara svæða búa við hvað varðar erfiðara aðgengi og aukinn kostnað þeirra sem þurfa á læknishjálp að halda?