Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 286. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 409  —  286. mál.




Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Örlygs Hnefils Jónssonar um fjölgun, vistun og flutning opinberra starfa og stofnana.

     1.      Hver var fjölgun starfa á vegum ráðuneytisins árin 1991–2000 og hvernig skiptust störfin milli höfuðborgar og landsbyggðar?
    Fjölgun starfa á vegum ráðuneytisins og skipting milli höfuðborgar og landsbyggðar kemur fram í töflunni.

Fjölgun starfa og skipting milli höfuðborgar og landsbyggðar.


1991 2000 Breyting
Stöðugildi á höfuðborgarsvæðinu 165,56 273,25 107,69
Stöðugildi á landsbyggðinni 35,17 83,21 48,04
Stöðugildi samtals 200,73 356,46 155,73

     2.      Hvaða nýju stofnanir voru vistaðar á vegum ráðuneytisins á landsbyggðinni árin 1991– 2000 og hvar?
     3.      Hvað hafa fylgt þessum stofnunum mörg ný störf, hvar eru þau vistuð og hvernig skiptast þau milli einstakra kaupstaða og sýslna?

    Um tvær stofnanir er að ræða eins og fram kemur í töfluni.

Nýjar stofnanir á landsbyggðinni, staðsetning og stöðugildi.


Staðsetning Stöðugildi
Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands Akureyri 9,7
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar Akureyri 4,33
Samtals 14,03

     4.      Hvaða stofnanir voru fluttar á vegum ráðuneytisins frá höfuðborginni til landsbyggðar árin 1991–2000 og hvert?
     5.      Hvað hafa fylgt þessum stofnunum mörg störf, hvar eru þau vistuð og hvernig skiptast þau milli einstakra kaupstaða og sýslna?

    Embætti veiðistjóra var flutt til Akureyrar og Landmælingar Íslands voru fluttar á Akranes. Fjöldi starfa sem fylgdu þeim kemur fram í töflunni.

Stofnanir fluttar frá höfuðborginni, staðsetning og stöðugildi.

Staðsetning Stöðugildi
Embætti veiðistjóra Akureyri 3,66
Landmælingar Íslands Akranesi 31,62
Samtals: 35,28