Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 384. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 441  —  384. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um fósturbörn í sveitum.

Frá Helgu Halldórsdóttur.



     1.      Hversu mörg börn á vegum Barnaverndarstofu eða barnaverndarnefnda voru vistuð hjá fósturforeldrum í sveitum árið 2001? Hversu mörg þessara barna voru á skólaskyldualdri?
     2.      Hvernig skiptist kostnaður við vistun barna á milli lögheimilissveitarfélags og þess sveitarfélags sem barnið var vistað í?
     3.      Hver var endurgreiðsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna fósturbarna í sveitum?