Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 386. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 443  —  386. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um aðgerðir gegn brotum einstaklinga í atvinnurekstri.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Telur ráðherra ástæðu til að gerð verði rannsókn á þeim tilvikum þegar sömu aðilar stofna aftur og jafnvel oftar en einu sinni fyrirtæki eftir gjaldþrot eða að gripið verði til sérstakra aðgerða vegna þess, sbr. svar ráðherra Hagstofu Íslands á þskj. 204 um fjölda einstaklinga sem tengjast gjaldþrotum félaga?
     2.      Hvernig hafa ákvæði laga nr. 137/1994 og 138/1994, sem breyttu lögum um hlutafélög og einkahlutafélög og voru sett til að sporna við þeim tilvikum sem greinir í 1. lið, reynst og hve oft hefur þeim ákvæðum verið beitt?
     3.      Telur ráðherra rétt að grípa til frekari aðgerða til að sporna við fyrrnefndum tilvikum og þegar um er að ræða afbrot í atvinnurekstri, svo sem með tímabundnu banni við atvinnurekstri einstaklinga eins og lagt var til í frumvörpum viðskiptaráðherra um breytingar á hlutafélagalöggjöfinni á 118. löggjafarþingi?
     4.      Hvaða ákvæði gilda um aðgerðir gegn brotum einstaklinga í atvinnurekstri annars staðar á Norðurlöndum og hver er reynslan af þeim?


Skriflegt svar óskast.