Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 433. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 585  —  433. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um rétt þolenda kynferðisbrota.

Frá Gísla S. Einarssyni.



    Hvaða möguleika hafa þolendur kynferðisbrota til endurupptöku máls þegar fyrir liggur dómur Hæstaréttar um að rannsókn máls í héraði sé áfátt og dómurinn hefur sýknað meintan brotamann á þeirri forsendu?
    Eiga slíkir þolendur kost á því að fá fram nálgunarbann ef þeir sæta enn ýmiss konar áreitni hins meinta brotamanns?


Skriflegt svar óskast.