Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 484. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 794  —  484. mál.






Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um sviptingu lögræðis og fjárræðis.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.



     1.      Hversu oft hefur komið til lögræðis- og/eða fjárræðissviptingar samkvæmt eftirtöldum ákvæðum lögræðislaga, nr. 71/1997:
                  a.      4. gr., sundurliðað eftir a-, b-, c- og d-lið greinarinnar,
                  b.      5. gr., sundurliðað eftir 1. mgr. og a-, b- og c-lið 2. mgr. greinarinnar,
                  c.      6. gr.?
     2.      Hversu oft hafa úrskurðir samkvæmt lögræðislögum verið kærðir til Hæstaréttar, sbr. 16. gr. laganna?
     3.      Hve margir ráðsmenn hafa verið skipaðir skv. IV. kafla lögræðislaga?
     4.      Hversu oft hefur ráðsmanni verið falin umsjón eigna skv. 35. gr. lögræðislaga, sundurliðað eftir a-, b- og c-lið greinarinnar?
     5.      Hefur sami ráðsmaður verið skipaður fyrir marga einstaklinga? Ef svo er, hvernig er skiptingin á hvern ráðsmann?
     6.      Hversu oft hefur ákvörðun yfirlögráðanda verið skotið til dómsmálaráðherra skv. 83. gr. lögræðislaga?
     7.      Hvernig flokkast þau mál miðað við hagi einstaklinga, þ.e. vegna geðfötlunar, vímuefnaneyslu eða annarra ástæðna?
    Óskað er eftir að svörin nái yfir tímabilið frá því að lög nr. 71/1997 tóku gildi 1. janúar 1998.


Skriflegt svar óskast.