Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 456. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 820  —  456. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Magnúsar Stefánssonar um styrki til útrásar íslenskrar dægurtónlistar.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hverjir voru styrkir ráðuneytisins og sjóða þess til útrásar íslenskrar dægurtónlistar árin 1995–2002, sundurliðað eftir árum?

    Iðnaðarráðuneytið hefur stutt útrás íslenskrar dægurtónlistar með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með beinum stuðningi af ráðstöfunarfé ráðuneytisins. Í öðru lagi í gegnum verkefnið „Átak til atvinnusköpunar“ sem rekið hefur verið af iðnaðarráðuneytinu frá árinu 1996. Í þriðja lagi með óbeinum hætti í gegnum tengsl við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins (NSA). Byggðastofnun hefur ekki veitt styrki til útrásar dægurtónlistar á þessu tímabili. Hér á eftir er gerð grein fyrir þessum styrkjum. Rétt er að geta þess að í sumum tilvikum er ekki fyllilega ljóst hvort tónlist flytjendanna telst dægurtónlist að öllu eða einhverju leyti. Teknir eru með styrkir til verkefna sem eiga að hvetja höfunda og flytjendur til að sækja á erlenda markaði, sbr. Íslensku tónlistarverðlaunin.

1. Styrkur til útrásar íslenskrar tónlistar árið 1995:
Styrkþegi Verkefni Upphæð, kr.
RARIK-kórinn Styrkur til þátttöku í söngvakeppni verkalýðskóra 200.000
2. Styrkir til útrásar íslenskrar tónlistar árið 1996:
Styrkþegi Verkefni Upphæð, kr.
Spor hf. Þátttaka í „South by Southwest“ 250.000
Gus Gus Markaðssetning á tónlist Gus Gus 125.000
3. Styrkir til útrásar íslenskrar tónlistar árið 1997:
Styrkþegi Verkefni Upphæð, kr.
Botnleðja Styrkur til tónleikaferðar 300.000
Barnakór Styrkur til tónleikafarar Grensáskirkju til Ítalíu 50.000
Grundartangakórinn Styrkur til tónleikaferðar til Svíþjóðar 150.000
André Bachmann Tónlistarflutningur hjá Íslendingafélögum 45.000
Íslensku tónlistarverðlaunin Styrkur til verkefnisins 400.000
4. Styrkir til útrásar íslenskrar tónlistar árið 1998:
Styrkþegi Verkefni Upphæð, kr.
Bjartmar Guðlaugsson Kynning og markaðssetning á tónlist 200.000
Finnur Torfi Stefánsson Kynning og markaðssetning á tónlist 200.000
Íslensku tónlistarverðlaunin Styrkur til verkefnisins 400.000
Dóra Takefusa Tónlistarstarf í Bretlandi 150.000
Hljómsveitin Kolrassa krókríðandi Kynning fyrir erlenda markaði 150.000
Loftkastalinn Popptónlistarhátíð í Loftkastalanum 200.000
Botnleðja Tónlistarferð til Los Angeles 450.000
Jón Aðalsteinn Þorgeirsson Kynning hljómdisks: Klarinett – píanó 40.000
5. Styrkir til útrásar íslenskrar tónlistar árið 1999:
Styrkþegi Verkefni Upphæð, kr.
Hljómsveitin Bellatrix Markaðssetning á hljómsveitinni Bellatrix 400.000
RARIK-kórinn Styrkur til Færeyjaferðar 100.000
Söngfélag eldri borgara Af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar 250.000
Íslensku tónlistarverðlaunin Styrkur til verkefnisins 500.000
André Bachmann Kynning á íslenskri dægurtónlist erlendis 100.000
Björn Thoroddsen Tónleikaferð til Þýskalands 160.000
Botnleðja Tónleikaferð hljómsveitarinnar til Englands 300.000
Stöðin ehf. Vegna tónlistarfyrirtækis 300.000
Margrét Kristín Blöndal Tónlist Möggu Stínu – tvær tónleikaferðir 250.000
Bang Bang og Maus Tónleikahald í Danmörku 250.000
Latibær ehf. Markaðssetning á söngleiknum Latabæ 800.000
Guitar Islancio Tónleikaferð um Norðurlöndin 150.000
Hljómalind – SigurRós Útrás hljómsveitarinnar og tónleikahald 200.000
Collegium Musicum / Skálholt Útgáfa hljómdisks 500.000
Emiliana Torrini Markaðssetning erlendis 300.000
Dead Sea Apple Markaðssetning erlendis 150.000
Jóhann Helgason Markaðssetning erlendis 250.000
Botnleðja Markaðssetning erlendis 400.000
Lhooq Markaðssetning erlendis 250.000
Móeiður Júníusdóttir Markaðssetning erlendis 400.000
Plötur ehf. Markaðssetning erlendis 250.000
Thulemusik ehf. Hlutafé frá Nýsköpunarsjóði (NSA) 20.000.000
Bellatrix Áhættulán frá NSA (afskrifað) 5.000.000
6. Styrkir til útrásar íslenskrar tónlistar árið 2000:
Styrkþegi Verkefni Upphæð, kr.
Íslensku tónlistarverðlaunin Styrkur til verkefnisins 400.000
Guitar Islancio Gunnar Þórðarson, tónleikaferð til Kanada 250.000
Hljómsveitin Maus Þátttaka Maus í CMJ Music Marathon 200.000
Jassklúbbur Ólafsfjarðar Blues & soul hátíð
200.000
Emiliana Torrini Tónlist Emiliönu Torrini markaðssett erlendis 400.000
Tónlistariðnaðurinn Úttekt á fjárhagslegum grundvelli fyrir útflutning á íslenskri tónlist – kostað af NSA
2.755.000
7. Styrkir til útrásar íslenskrar tónlistar árið 2001:
Styrkþegi Verkefni Upphæð, kr.
Guitar Islancio Gunnar Þórðarson – Íslensk þjóðlög í Kanada 500.000
RARIK-kórinn Ferðastyrkur til Jótlandsfarar 250.000
Hljómsveitin Jagúar Tónleikaferð til Gautaborgar 100.000
Hljómsveitin Ensími Tónleikaferð ti l Bandaríkjanna 100.000
Hljómsveitin Úlpa Tónleikaferð ti l Bandaríkjanna 100.000
Björg Þórhallsdóttir Útgáfa geisladisks 150.000
Thulemusik ehf. Hlutafé (aukning) frá NSA 4.000.000
8. Styrkir til útrásar íslenskrar tónlistar árið 2002:
Styrkþegi Verkefni Upphæð, kr.
Jóhanna Guðrún Tónleikaferð til Bandaríkjanna 200.000
Íslensku tónlistarverðlaunin Styrkur til verkefnisins 500.000
Botnleðja Heimildarþáttur um tónleikaferð um Evrópu 150.000
Hljómsveitin Jagúar Kynningarferð til Belgíu og Hollands 200.000
Hljómsveitin D.u.s.t. Útflutningur á tónlist hljómsveitarinnar 200.000
Hljómsveitin Vinyl Tónleikferð erlendis 200.000
Smekkleysa Markaðsstjóri til leigu frá Útflutningsráði – kostaðarhluti NSA
600.000