Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 500. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 833  —  500. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um gerð neyslustaðals.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hefur verið gerð könnun á notkun neysluviðmiðana í nágrannalöndum okkar við ákvarðanir er lúta að fjárhæðum bóta og styrkja í velferðarkerfinu, við mat á greiðslugetu við innheimtu vangoldinna opinberra gjalda og meðlagsgreiðslna og við ákvarðanatöku við lánveitingar úr opinberum sjóðum, svo sem lánasjóðum námsmanna og íbúðalánasjóðum í samræmi við þingsályktun þar að lútandi sem samþykkt var á Alþingi 19. maí 2001?
     2.      Hefur verið tekin ákvörðun um að samræma slíkar neysluviðmiðanir hér á landi, notkun þeirra eða aðferðir við gerð þeirra í samræmi við sömu þingsályktun en niðurstaða átti að liggja fyrir á 127. löggjafarþingi?
     3.      Telur ráðherra rétt að lágmarksframfærslukostnaður eftir fjölskyldugerð verði skilgreindur og gerðar tillögur til úrbóta sem miði að því að enginn hafi sér til framfærslu tekjur undir skilgreindum framfærslumörkum?