Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 501. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 834  —  501. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um tekjutap sveitarfélaga.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Er ráðherra sammála því mati Sambands íslenskra sveitarfélaga að sveitarfélögin verði af 1½ milljarði kr. í útsvar á þessu ári vegna fjölgunar einkahlutafélaga á síðasta ári? Ef svo er ekki, hvað áætlar fjárlagaskrifstofa tekjutap sveitarfélaganna mikið á þessu ári?
     2.      Hvað má áætla að tekjutap ríkissjóðs verði (miðað við fjölgun einkahlutafélaga á síðasta ári) vegna þeirrar yfirfærslu sem varð á síðasta ári á einkarekstri yfir í einkahlutafélög og hver var áætlun fjárlagaskrifstofu í því efni þegar skattalagabreytingarnar voru lagðar fram á haustþingi 2001?
     3.      Hvaða áhrif má ætla að yfirfærslan á síðasta ári á einkarekstri yfir í einkahlutafélög hafi á vaxta- og barnabætur þar sem einungis 50% arðstekna koma til útreiknings þeirra tekna sem skerða tekjutengdar bætur?
     4.      Hvernig áformar ráðherra að bæta sveitarfélögunum tekjutapið, sbr. 1. lið?


Skriflegt svar óskast.