Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 504. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 837  —  504. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um viðgerð á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni.

Frá Jóni Bjarnasyni og Árna Steinari Jóhannssyni.



     1.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að reiknuð verði út þjóðhagsleg hagkvæmni þess að fyrirhuguð viðgerð á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni fari fram hér á landi?
     2.      Er ráðherra reiðubúinn að láta reyna á rétt íslenskra stjórnvalda til að taka innlendu tilboði í þetta verkefni?
     3.      Hvaða áhrif hefur gengi íslensku krónunnar á samkeppnisstöðu innlendra skipasmíðastöðva gagnvart þessu verkefni? Hvernig er sú samkeppnisstaða nú?