Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 506. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 839  —  506. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um verðtryggða skuldabréfavexti.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig hafa óverðtryggðir skuldabréfavextir og óverðtryggðir útlánsvextir banka þróast í framhaldi af vaxtalækkunum Seðlabanka á sl. ári?
     2.      Hvaða áhrif hafa vaxtalækkanir Seðlabankans haft á verðtryggða skuldabréfavexti?
     3.      Hafa verðtryggðir útlánsvextir bankanna fylgt lækkun verðtryggðra skuldabréfavaxta? Ef ekki, hvaða skýringar eru taldar vera á því?
     4.      Hver eru viðbrögð ráðherra við því mati Seðlabankans að frekara svigrúm sé til að lækka verðtryggða vexti? Telur ráðherra rétt að beina tilmælum til bankanna um frekari lækkun á verðtryggðum skuldabréfavöxtum?


Skriflegt svar óskast.