Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 530. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 874  —  530. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun erlendis frá.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hafa ráðherra borist mótmæli frá náttúruverndarsamtökum eða annars konar samtökum erlendis frá gegn fyrirhuguðum framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun? Ef svo er, frá hvaða samtökum? Komi fram í mótmælunum hversu margir einstaklingar standi að baki viðkomandi samtökum er óskað eftir að það sé tilgreint í svarinu.
     2.      Hafa ráðherra borist mótmæli frá einstaklingum erlendis frá gegn framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun? Ef svo er, frá hversu mörgum og hverrar þjóðar hafa mótmælendur verið?
     3.      Hafa Landsvirkjun borist mótmæli erlendis frá gegn fyrirhuguðum framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun frá samtökum eða einstaklingum? Sé svo, er óskað eftir sömu upplýsingum og í 1. og 2. lið.


Skriflegt svar óskast.