Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 564. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 912  —  564. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um ferliverk á sjúkrahúsum utan Reykjavíkur.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.



     1.      Hve mörg ferliverk voru unnin á sjúkrahúsum utan Reykjavíkur á árunum 1997–2002, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hvernig skiptast ferliverk eftir sérfræðigreinum?
     3.      Hvert er hámark þeirrar upphæðar sem sjúklingur hefur þurft að greiða fyrir skurðaðgerð á bæklunardeild, fyrir augnaðgerð, fyrir speglun, t.d. maga- eða ristilspeglun? Svar óskast sundurliðað eftir árunum 1997–2002.
     4.      Hvað greiða læknar fyrir aðstöðu og þjónustu sem spítali veitir? Hafa þær greiðslur verið samræmdar?


Skriflegt svar óskast.